Konur og krabbamein - Hugsum um heilsuna !

Krabbameinsskoð fer fram á heilsugæslustöð HSN á Húsavík dagana 8.-12. apríl.
Krabbameinsskoð fer fram á heilsugæslustöð HSN á Húsavík dagana 8.-12. apríl.

Boðunarbréf frá leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands hefur nú borist konum sem ráðlagt er að koma til krabbameinsskoðunar sem fer fram á heilsugæslustöð HSN á Húsavík dagana 8.-12. apríl.

Tekið er við tímapöntunum fyrir þær sem fengið hafa boðunarbréf í síma 464-0501 kl. 10:30-12 og 14-16 til 5. apríl.

Alexander Smárason kvensjúkdómalæknir sér um leghálsskoðanir.

Öllum konum á aldrinum 40-69 ára stendur til boða skimun fyrir brjóstakrabbameini.

  • Skimunin fer fram með röntgenmyndatöku á tveggja ára fresti.
  • Öllum konum á aldrinum 23-65 ára stendur til boða skimun fyrir leghálskrabbameini.
  • Skimunin felst í því að tekið er frumustrok frá leghálsi á þriggja ára fresti.