Nýr hjúkrunarfræðingur á Þórshöfn

Anna Lilja Ómarsdóttir hjúkrunarfræðingur er nýr hjúkrunarfræðingur hjá HSN og hóf hún störf á heilsugæslunni á Þórshöfn þann 3. október.
Hún lauk hjúkrunarfræðinámi frá HÍ árið 2013 og hefur síðan unnið bæði á Landsspítalanum og á Heilsugæslunni í Hamraborg, Kópavogi.
Anna Lilja er boðin velkomin til HSN á Þórshöfn og óskað velfarnaðar í leik og starfi.

Anna Lilja Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur