Tilslakanir á heimsóknarbanni á HSN Húsavík

Leyfilegur fjöldi heimsókna á Skógarbrekku verður aukinn í skrefum út maí og stefnt að enn frekari tilslökunum þann 2. júní nk. ef allt gengur vel.

Vikuna 18.-24. maí verða leyfðar tvær heimsóknir og vikuna 25. maí-1. júní verða leyfðar þrjár heimsóknir.

Tveggja metra nándarmörkum á milli íbúa og aðstandenda verður aflétt frá og með deginum í dag og íbúum verður heimilt að fara í gönguferðir með sínum nánustu. Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarra íbúa hjúkrunarheimilis.

Vinsamlega kynnið ykkur vel eftirfarandi heimsóknarreglur: 

1. Ekki panta heimsóknartíma og alls ekki koma í heimsókn ef:

  • Þú ert í sóttkví
  • Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  • Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

2. Heimsóknartími er kl. 13-14, kl. 16-17 eða kl. 19-20 alla daga.

3. Hafið samband við Jóhönnu, yfirhjúkrunarfræðing í síma 894-4247 og pantið heimsóknartíma.

4. Við hvetjum ykkur til að hlaða niður í símana ykkar smitrakningarappi almannavarna Rakning C-19.

5. Hinkrið eftir starfsmanni framan við inngang á deild, hann fylgir ykkur til íbúa. Munið  að þvo og/eða spritta hendur áður en heimsókn hefst og að henni lokinni. Ekki koma við neitt í almannarýmum, farið beint inn til íbúa og beint út aftur.

6. Athugið að heimsóknin er til ættingja þíns, staldrið ekki við til að ræða við aðra íbúa, ættingja eða starfsfólk.

7. Almennt er ekki gert ráð fyrir að börn og ungmenni (yngri en 14 ára) komi í heimsókn. Börn (14-18 ára) geta komið í heimsókn ef þau eru nánasti aðstandandi og koma þá einsömul.

ATHUGIÐ: Ef smit vegna COVID-19 aukast aftur, eða smit vegna annarra smitsjúkdóma, munu tilslakanir á heimsóknarbanni ganga til baka og reglur verða hertar á ný.