Heilsugæsluþjónusta

Þjónustusvæði heilsugæslunnar nær frá Reykjahlíð, Mývatnssveit í vestri til Þórshafnar í austri. 

Þjónustan nær yfir móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun og hjúkrunarþjónustu, ungbarna- og mæðravernd og skólaheilsugæslu. Einnig tekur hún til sjúkraflutninga, sérfræðilegrar læknisþjónustu og annarrar heilsuverndar.

Símaþjónusta skiptiborðs er opin kl. 08:00-16:00 alla virka daga þar sem tekið er á móti tímapöntunum.

Heilsugæslulæknar og hjúkrunarfræðingar eru með móttöku alla virka daga. Vaktþjónusta lækna er allan sólarhringinn og er fyrst og fremst til að sinna bráðatilfellum og slysum.

Sérfræðilæknar eru með móttöku reglulega á heilsugæslustöðinni.

 

Yfirlæknir heilsugæslu á Húsvík er Jóhann Johnsen 

Yfirlæknir heilsugæslu á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn er Sigurður Halldórsson

Yfirhjúkrunarfræðingur svæðis er Áslaug Halldórsdóttir