Tímapantanir eru í síma 464 0501 kl. 08:00–16:00
Markmið offitumóttökunnar er að stuðla að auknum lífsgæðum hjá offeitum og koma í veg fyrir alvarlega fylgikvilla. Það er gert með reglulegu eftirliti, fræðslu og meðferð.
Meðferð offitu er að miklu leyti í höndum skjólstæðingsins sjálfs, þ.e. heilbrigðum lífsstíl s.s. reglubundnu mataræði og hreyfingu. Reglulegt eftirlit er einnig mikilvægt þar sem skjólstæðingi gefst kostur á líkamlegum, sálrænum og félagslegum stuðningi.