Sálfélagsleg þjónusta

Sálfélagsleg þjónusta er ný eining innan HSN. Við deildina starfa nú fimm sálfræðingar og einn iðjuþjálfi. Einn sálfræðingur starfar á Húsavík og einn á Sauðárkróki. Á Akureyri starfa þrír sálfræðingar ásamt iðjuþjálfa. Yfirsálfræðingur hefur aðsetur á Akureyri.

Auk framangreindra starfsstöðva veita sálfræðingar einnig viðtöl á heilsugæslustöðvunum á Blönduósi og í Fjallabyggð.

Starfsmenn sálfélagslegrar þjónustu HSN hafa með höndum greiningu og meðferð við öllum algengustu geðröskunum og tilfinningavanda barna og fullorðinna. Krísumeðferðir og áfallahjálp er einnig hluti af þjónustu sálfélagslegrar þjónustu.
Áhersla er lögð á stuttar viðtalsmeðferðir og hópmeðferðir.

Sálfélagsleg þjónusta stendur öllum íbúum Norðurlands til boða.
Sérstök áhersla er þó lögð á þjónustu við börn og barnafjölskyldur sem og barnshafandi konur og foreldra ungabarna.

Læknar HSN vísa á sálfélagslega þjónustu. Ef grunur um tilfinningavanda eða geðröskun er til staðar útbýr læknir tilvísun til sálfélagslegrar þjónustu.