Ungbarna- og mæðravernd

Ungbarnaeftirlit í heimahús
Ljósmóðir/hjúkrunarfræðingur vitjar nýfæddra barna og fjölskyldna þeirra fyrstu vikurnar eftir fæðingu.  Fjöldi vitjana er mismunandi og tekur mið af þörfum hverrar fjölskyldu. 

Að jafnaði eru heimsóknirnar tvær til þrjár fram að 6 vikna aldri barns og ein heimsókn á aldursbilinu 6 vikna til þriggja mánaða. 

Vinsamlegast hafið samband við hjúkrunarfræðing/ljósmóður á  heilsugæslustöð ef óskað er vitjunar vegna nýfædds barns.

Sími í móttöku er 464-0501

 

Ungbarnaeftirlit á heilsugæslustöð
Frá fæðingu eru í boði reglulegar skoðanir samkvæmt tilmælum landlæknis - sjá nánar hér.

Um skoðanir sjá ýmist hjúkrunarfræðingar eingöngu eða hjúkrunarfræðingur og læknir.


Við þriggja mánaða aldur hefjast bólusetningar samkvæmt ráðleggingum landlæknis - sjá nánar hér. 

 

Tímapantanir í síma  464 0501