Stjórn Styrktarfélagsins:
Formaður |
Daníel Borgþórsson |
Húsavík |
822-0522 |
Gjaldkeri |
Guðrún Guðbjartsdóttir |
Húsavík |
859-0222 |
Ritari |
Guðrún K. Aðalsteinsdóttir |
Húsavík |
845-3520 |
Meðstj. |
Gunnar Brynjarsson |
Baldursheimi |
848-7597 |
Meðstj. |
Guðný María Sigurðardóttir |
Ærlæk |
866-2591 |
Varastjórn:
Dagbjört Bjarnadóttir |
Vagnbrekku |
Hlöðver P. Hlöðversson |
Björgum |
|
|
Saga og tilgangur Styrktarfélagsins
Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga, sem nú heitir Styrktarfélag HSN Húsavík, var stofnað 1. febrúar 1996. Aðal hvatamaður og fyrsti formaður þess var Guðni Kristinsson, sem þá var lyfsali hér á Húsavík. Á þessum tíma fannst mönnum stjórnvöld standa í niðurskurði og fjársvelti til heilbrigðismála, sem bitnaði mjög á landsbyggðinni. “Betur má ef duga skal “ stendur í fyrstu fundargerð. Guðni og nokkrir dugnaðarforkar úr Þingeyjarsýslum lögðu hönd á plóginn og ýttu þessari hugmynd úr vör, sem varð að stofnun þessa félags.
Í fyrstu stjórn voru: Guðni Kristinsson Húsavík, Böðvar Jónsson Gautlöndum, Björn Guðmundsson Lóni, Aðalbjörg Pálsdóttir Vallakoti og Jóhanna Aðalsteinsdóttir Húsavík.
Aðal tilgangur félagsins er að vera stuðningsaðili Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga í formi fjárframlaga. Okkar eina fasta fjármögnun er í gegnum árgjöld styrktarfélaga og sala minningakorta, sem gengur vel. Fjármagn félagsinns kemur í gegnum framlög frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum.
Af helstu söfnununum sem styrktarfélagið hefur staðið fyrir má nefna maga- og ristilspeglunartækjum, kvensjúkdómatækjunum, vönduðum sjúkrarúmum, hjartaþolprófstækjunum, lyftingagálgum og svona má lengi telja. Einnig má nefna ýmis smærri tæki sem eru jafn mikilvæg. Styrktarfélagið lagði til pening til endurbyggingar á “gamla sjúkrahúsinu”. Þar hefur félagið eitt herbergi til umráða sem er til afnota fyrir sjúklinga sem ekki þurfa innlagnar við og einnig fyrir aðstandendur sjúklinga á sjúkrahúsinu. Hefur verið gerður góður rómur að þessari þjónustu.
Aðal tilgangur félagsins er að safna peningum en peningar eru ekki allt. Okkur ber einnig skylda til að halda málefnum HSN Húsavík á lofti í ræðu og riti, þannig að ráðamenn sjái hvert hugur okkar stefnir. Heilbrigðismál eru byggðamál. Búseta fólks ræðst ekki síst af heilbrigðisþjónustu, atvinnu- og menntamálum.
Minnum á eyðublöð til inngöngu í félagið, hægt er að nálgast þau í afgreiðslu stofnunarinnar eða hjá stjórn félagsins.