Ræsting

Ræstingadeild sér um regluleg þrif á u.þ.b. 3400 fermetra svæði á starfsstöð HSN á Húsavík.  Um er að ræða almenn þrif á húsnæði auk starfa í býtibúri.  Lausráðnir ræstitæknar hafa leyst af í sumarfríum, vetrarfríum og stærri hreingerningarverkefnum.

Ræstingadeildin hefur séð um að hafa til íbúðir eða herbergi fyrir afleysingalækna, læknanema og hjúkrunarnema.

Ræstingadeildin sér um öll þrif á húsnæði "Gamla spítalans" auk undirbúnings fyrir komu gesta þangað.

 

Deildarstjóri ræstingadeildar er Kristbjörg Júlíana Káradóttir   464 0530

kristbjorg.juliana.karadottir@hsn.is