Svæðið sem sjúkraflutningsmenn HSN Húsavík sinna er frá Þórshöfn í austi til Húsavíkur í vestri. Sjúkraflutningamenn sinna bráðatilfellum bæði veikinda- og slysatilfellum sem og flutningi milli stofnanna.
Á Húsavík eru tvær sjúkrabifreiðar og á Kópaskeri, Raufarhöfn, og Þórshöfn er ein bifreið á hverjum stað.
Sjúkrabílasjóður Rauða Kross Íslands á og rekur bifreiðarnar og sér um endurnýjun þeirra ásamt kaupum á tækjum og búnaði.
Deildarstjóri sjúkraflutninga er Björgvin Árnason 464 0532
bjorgvin.arnason@hsn.is