Skógarbrekka er hjúkrunardeild fyrir aldraða. Á HSN Húsavík eru alls 23 hjúkrunarrými, u.þ.b. 18 á Skógarbrekku og 5 á sjúkradeild.
RAI-mat hefur verið framkvæmt á öllum íbúum/vistmönnum frá árinu 1996. Um er að ræða mat á raunverulegum aðbúnaði íbúa á öldrunarstofnunum og eru niðurstöðurnar sendar til RAI-matsnefndar sem staðsett er í Reykjavík.
Beinir símar á deildina er 464 0570 og 860 7720 og eru þar veittar upplýsingar um líðan íbúa til aðstandenda, allan sólarhringinn.
ATHUGIÐ ! Símanúmer til íbúa er 464 0577
Yfirhjúkrunarfræðingur Skógarbrekku er Jóhanna S. Kristjánsdóttir, sími 464 0573
Verkefnastjóri í öldrunarhjúkrun er Jóhanna S. Kristjánsdóttir johanna.sigridur.kristjansdottir@hsn.is
Yfirlæknir Skógarbrekku er Ásgeir Böðvarsson sérfræðingur í lyf- og meltingarsjúkdómum.
Heimsóknartími deildarinnar er frjáls, enda er hér ekki um sjúkradeild að ræða, heldur dvalarstað þar sem íbúinn getur tekið á móti gestum þegar ástand hans leyfir.