Á sjúkradeild HSN Húsavík er aðstaða er til að taka á móti bráðveiku fólki jafnt sem öldruðum og langveikum.
Á deildinni eru 8 sjúkrarými og á HSN Húsavík eru alls 23 hjúkrunarrými, u.þ.b. 5 á sjúkradeild og 18 á Skógarbrekku.
Beinn sími á deildina er 464 0560 og er hægt að ná í hjúkrunarfræðing í þessu númeri allan sólarhringinn.
Yfirhjúkrunarfræðingur sjúkradeildar er Ágústa Tryggvadóttir, 464 0563 agusta.tryggvadottir@hsn.is
Yfirlæknir sjúkradeildar er Ásgeir Böðvarsson lyf- og meltingarsérfræðingur.
Hægt er að ná tali af inniliggjandi sjúklingum í síma 464 0567.
Heimsóknartími er alla daga kl. 15:00-16:00 og 19:00-20:00 - utan þess tíma eru heimsóknir leyfðar í samráði við vakthafandi hjúkrunarfræðing.
Á "Gamla spítala" svokallaða, sem er eldra húsnæði sjúkrahússins, er herbergi til afnota fyrir fólk sem bíður eftir innlögn eða er að fara í minniháttar aðgerðir og þarf samastað. Þar geta einnig aðstandendur sjúklinga dvalið. Styrktarfélag Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Húsavík hafði veg og vanda að því að útbúa herbergið sem stendur sjúklingum eða aðstandendum til boða því að kostnaðarlausu.