Rannsóknardeild

Rannsóknadeild HSN Húsavík þjónar öllum dag- og legudeildum starfsstöðvarinnar. Einnig sinnir deildin sjúklingum með beiðnir frá læknum annarra stofnanna.

Á deildinni eru framkvæmdar allar algengustu meinefnafræði- og blóðfræðimælingar ásamt sýklaræktunum.

Þrjú stöðugildi eru við deildina sem þrír lífeindafræðingar sinna.

Deildin er hefur verið undir alþjóðlegu gæðaeftirliti frá árinu 1994. Það er framkvæmt í Finnlandi af þarlendu fyrirtæki sem heitir Labquality.

Fyrstu árin náði gæðaeftirlitið einungis til meinefnafræðirannsókna en frá árinu 1999 var einnig hafið gæðaeftirlit með blóðfræðirannsóknum og storkumælingum.  Auk þess er framkvæmt innra gæðaeftirlit á deildinni.  

 

Móttaka sjúklinga:

Móttaka sjúklinga er daglega frá kl. 8:30 til kl. 10:00.

Sýnataka fyrir Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna (Íslenska erfðagreiningu), Hjartavernd og Skúlaver fer fram þrjá fyrstu daga vikunnar,
þ. e. mánudag, þriðjudag og miðvikudag.

 

Blóðrannsóknir sem sjúklingur þarf að vera fastandi fyrir:

Fosföt

Fólat                                                                                                              

Fast. glúkósa

Járn

Sykurþol  (10 til 16 klst fasta)

Þríglyseríða (10-14 klst fasta)

 

Miðað er við 8 klst föstu nema annað sé tekið fram. Hófleg vatnsdrykkja er leyfð á meðan á föstu stendur.

 

Starfsmenn:

Snædís Birna Björnsdóttir yfirlífeindafræðingur,  464-0546

snaedis.birna.bjornsdottir@hsn.is

Þorbjörg Völundardóttir  lífeindafræðingur,  464-0546

thorbjorg.volundardottir@hsn.is

Magnea Ósk Örvarsdóttir, lífeindafræðingur,  464 0546

magnea.osk.orvarsdottir@hsn.is