
Símaráðgjöf fyrir fólk sem vill hætta tóbaksnotkun og/eða öðrum vörum sem innihalda nikótín, eins og rafsígarettur og nikótínlyf. Við þjónustuna starfa hjúkrunarfræðingar með sérþekkingu í tóbaksmeðferð.
- Þú getur skráð þig hjá okkur með því að senda okkur tölvupóst á netfangið 8006030@hsn.is þar sem fram kemur fullt nafn, aldur, símanúmer og að þú óskir eftir að við hringjum í þig. Æskilegt er að það komi fram hvenær best er að ná í þig.
- Þú getur sent okkur tölvupóst og fengið persónulega ráðgjöf með tölvupósti.
- Þú getur hringt í okkur í síma 800 6030 á milli kl. 17 og 20 á virkum dögum og fengið beint samband við sérhæfðan ráðgjafa. Einnig geturðu skilið eftir skilaboð á símsvaranum utan opnunartímans.
Ráðgjöf í reykbindindi býður upp á persónulega ráðgjöf til þeirra sem vilja hætta tóbaks- og rafsígarettu notkun, sem og annarri notkun á nikótíni. Ráðgjöfin byggist á neyslusögu og þörfum hvers einstaklings. Lögð er rík áhersla á hvatningu og stuðning. Símaráðgjöfin þjónar öllu landinu og er veitt endurgjaldslaust. Hægt er að fá sent heim fræðsluefni og eftirfylgd er veitt í formi endurhringinga.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekur Ráðgjöf í reykbindindi í samstarfi við Embætti landlæknis og Velferðarráðuneytið.