Bólusetning er ónæmisaðgerð sem ætlað er að koma í veg fyrir alvarlegan smitsjúkdóm. Bóluefnin eru ýmist unnin úr veikluðum veirum, bakteríum eða þau innihalda efni sem finnast í þessum sýklum. Bóluefnin sjálf valda oftast litlum einkennum en vekja upp mótefnasvörun í líkamanum sem kemur í veg fyrir eða dregur úr líkum á að fólk veikist af sjúkdómum sem bólusett er gegn.
Á vef Embættis landlæknis má finna frekari upplýsingar um bólusetningar barna, fullorðinna og ferðamanna.
Tenglar:
http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/bolusetningar/