Tannvernd

Flúor

í 1. bekk er boðið  upp á flúorþjálfun einu sinni í viku í 4-6 vikur eða þar til börnin hafa öðlast færni í að skola með flúor.

Við lok flúorþjálfunarinnar verður  foreldrum boðið að sækja flúorbrúsa í skólann í þeim tilgangi að hvetja börnin  áfram til vikulegrar flúorskolunar heima og aðstoða  þau við framkvæmdina.

Gjaldfrjálsar tannlækningar

Frá 1. janúar 2015 eru tannlækningar gjaldfrjálsar utan 2.500 kr. fyrir þriggja ára börn og börn á aldrinum 8 t.o.m. 17 ára.

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni. Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands á www.sjúkra.is

 

Tannlæknaþjónusta barna verður innleidd í eftirfarandi áföngum til ársins 2018.  Sjá fyrir neðan.

 Tafla yfir tannlæknaþjónustu barna

Tanneftirlit

Það er nauðsynlegt að mæta reglulega í tanneftirlit og fyrsta heimsókn barns til tannlæknis á að vera ánægjuleg upplifun. Muna að skrá heimilistannlækni í Réttindagátt.

Mataræði

Tíð og mikil neysla á drykkjum með lágt sýrustig eins og gos, íþrótta-, orku- og ávaxtadrykkjum er talin helsta orsök glerungseyðingar. Um er að ræða sýrur (fosfórsýra og sítrónusýra) sem fletta glerungnum af tönnunum þannig að ysta lag glerungsins þynnist og eyðist.

Flúorskolun

Regluleg notkun flúors er best þekkta vörnin gegn tannskemmdum.  Flúor herðir glerunginn og „gerir við“ byrjandi tannskemmdir á snertiflötum tanna og virkar þannig staðbundið. Tannburstun með flúortannkremi að styrkleika 1000–1500 ppm F, tvisvar sinnum á dag, viðheldur lágmarksflúorstyrk í munnholi og er því afar áhrifamikill þáttur í daglegri vörn gegn tannskemmdum.

Þar sem tannskemmdir hjá íslenskum börnum og unglingum eru algengar er einnig mælt með reglulegri flúorskolun tanna með 0,2% NaF munnskoli, frá 6 ára aldri.

Leiðbeiningar um flúorskolun

6–9 ára: 5 ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku.

10–16 ára: 10 ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku.

Munnskolinu er velt um munninn í eina mínútu og síðan spýtt. Bestur árangur næst ef hvorki er borðað né drukkið í 1–2 klst. eftir skolun og því ráðlagt að skola með flúor áður en farið er að sofa. Börn yngri en 10 ára þurfa aðstoð foreldra við flúorskolun.

Leiðbeiningar um flúorskolun taka mið af klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis um varnir gegn tannátu á Íslandi (2005)Regluleg notkun flúors er best þekkta vörnin gegn tannskemmdum. Flúor herðir glerunginn og „gerir við“ byrjandi tannskemmdir á snertiflötum tanna og virkar þannig staðbundið. Tannburstun með flúortannkremi að styrkleika 1000–1500 ppm F, tvisvar sinnum á dag, viðheldur lágmarksflúorstyrk í munnholi og er því afar áhrifamikill þáttur í daglegri vörn gegn tannskemmdum. 

Þar sem tannskemmdir hjá íslenskum börnum og unglingum eru algengar er einnig mælt með reglulegri flúorskolun tanna með 0,2% NaF munnskoli, frá 6 ára aldri. Hjá yngri börnum er mælt með aukatannburstun eftir hádegismat. 

Leiðbeiningar um flúorskolun

  • 6–9 ára:         5 ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku. 
  • 10–16 ára:    10 ml af 0,2% NaF munnskoli, einu sinni í viku. 

Munnskolinu er velt um munninn í eina mínútu og síðan spýtt. Bestur árangur næst ef hvorki er borðað né drukkið í 1–2 klst eftir skolun og því ráðlagt að skola með flúor áður en farið er að sofa. Börn yngri en 10 ára þurfa aðstoð foreldra við flúorskolun. 

 

Leiðbeiningar um flúorskolun taka mið af klínískum leiðbeiningum Embættis landlæknis um varnir gegn tannátu á Íslandi (2005).