Hjartaþolpróf

Hjartaþolpróf er rannsókn sem aðallega er gerð til að greina kransæðaþrengsli. 

Rannsóknin  fer þannig fram að sjúklingur hjólar á þrekhjóli og er tengdur við sérstakt tæki sem skráir niður hjartslátt.  Oftast hjóla sjúklingar í u.þ.b. 10 mínútur með vaxandi álagi.  Öll rannsóknin með túlkun á niðurstöðum tekur u.þ.b. 1 klst.  Engan sérstakan undirbúning þarf fyrir þessa rannsókn.  Gott er að mæta í skóm sem gott er að hjóla í.