Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.
Sauðárkrókur er í 290 km fjarlægð frá Reykjavík og er hluti af Sveitarfélaginu Skagafirði. Í Skagafirði búa rúmlega 4000 manns, þar af um 2600 manns á Sauðárkróki. Öflugir leik- og grunnskólar eru á svæðinu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er á Sauðárkróki, þar er boðið upp bóknámsbrautir en auk þess er einnig í boði hestabraut, rafiðnir, húsasmíði, húsgagnasmíði, málmiðnir, kvikmyndabraut, sjúkraliðanám og starfsbraut. Háskólinn á Hólum er í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Fjölbreytt íþróttalíf er í bænum, flottur golfvöllur, glæsilegt skíðasvæði, tvær líkamsræktarstöðvar, sundlaug, hestamennska er vinsæl og náttúran allt um kring með ótal möguleikum til útivistar. Sauðárkrókur er góður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk sem og aðra.
Öllum umsóknum verður svarað. Áskilinn er réttur til að hafna umsóknum ef einstaklingar uppfylla ekki framangreind skilyrði. Með umsókn skal fylgja afrit af prófskirteini, íslenskt hjúkrunarleyfi og náms- og starfsferilsskrá. Tóbaksnotkun og notkun á rafsígarettum er ekki heimil á vinnutíma innan HSN.
Gildi HSN eru: Fagmennska - samvinna - virðing.
Starfshlutfall er 50-100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2022