Nýtt vaktnúmer er 1700

Þegar þú hringir í 1700 númerið færð þú samband við hjúkrunarfræðing sem veitir þér ráðgjöf, leiðbeinir þér hvert skal leita í heilbrigðiskerfinu eða gefur símann áfram til læknis á þinni heilsugæslustöð þegar tilefni er til.

Á dagvinnutíma svara hjúkrunarfræðingar á HSN, Húsavík og utan dagvinnutíma eru það hjúkrunarfræðingar á Læknavaktinni í Kópavogi.

Ef þú ætlar að panta tíma hjá lækni eða fá lyfjaendurnýjun vinsamlegast hringdu á þína heilsugæslustöð á dagvinnutíma.

Ef um slys og alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf – hringið í 112 !

 Sjá nánar

Ef þú ert með ábendingar varðandi vaktsímann getur þú komið þeim á framfæri  hér.