Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum. Um er að ræða staðlað mat ásamt skilgreindum upplýsingum frá heilbrigðis- og félagsþjónustu og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra auk læknabréfa frá heimilislækni viðkomandi eftir því sem við á. Einnig er gert færni- og heilsumat fyrir tímabundna hvíldardvöl á hjúkrunarheimili.
Nefndarmenn Færni- og heilsumatsnefndar Heilbrigðisumdæmis Norðurlands eru:
-Arna Rún Óskarsdóttir öldrunarlæknir, formaður
-Herdís Klausen hjúkrunarfræðingur, aðalmaður
-Helga Hjálmarsdóttir, aðalmaður
Starfsmenn nefndarinnar eru:
-Bryndís Dagbjartsdóttir, Akureyri, símatími virka daga milli kl. 9:45-11:45 í síma 432-4558.
Skrifstofa að Skarðshlíð 20, 603 Akureyri
Netfang: bryndis.dagbjartsdottir@hsn.is
-Edda B. Sverrisdóttir Húsavík með síma- og viðtalstíma á þriðjudögum milli kl. 14:00-16:00
sími 464-0500. Skrifstofa að HSN-Húsavík Auðbrekku 4, 640 Húsavík.
Netfang: edda.bjorg.sverrisdottir@hsn.is
Ofanskráðir starfsmenn svara öllum almennum fyrirspurnum um umsóknarferlið og umsóknir í vinnslu.
Hægt er að bóka viðtal hjá starfsmönnum FHMN ef óskað er eftir ráðgjöf.
Alla jafna er miðað við að ekki líði meira en 5-6 vikur frá því að nefndinni berst beiðni um færni- og heilsumat eða hvíldardvöl þar til niðurstaða liggur fyrir.
Niðurstaða mats nefndar er tilkynnt skriflega þegar hún liggur fyrir.
Umsóknareyðublöð
Fylla út rafrænt, prenta síðan út, skrifa undir og sendið fyrir
heilsugæslusvæði HSN-Akureyri, Dalvík, Fjallabyggð, Sauðárkróki og Blönduósi til:
Færni- og heilsumatsnefndar Norðurlands
Heilsugæslustöðinni á Akureyri
Hafnarstræti 99
600 Akureyri
Fylla út rafrænt, prenta síðan út, skrifa undir og sendið fyrir heilsugæslusvæði HSN- Húsavík til:
HSN- Húsavík
Edda B. Sverrisdóttir Færni- og heilsumati
Auðbrekku 4
640 Húsavík.
Umsókn um færni- og heilsumat:
https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/umsoknir/#faerni-og-heilsumat
Umsókn um hvíldardvöl á hjúkrunarheimili:
https://www.landlaeknir.is/utgefid-efni/skjal/item16512/Umsokn-um-timabundna-dvol-i-hjukrunarrymi--Eydublad
Frekari upplýsingar um færni- og heilsumat er að finna á vef Embætti landlæknis
https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/