Heilsugæsluþjónusta

Heilsugæsluþjónusta HSN

Hlutverk heilsugæslunnar er skilgreint í  4. grein laga um heilbrigðis-þjónustu nr. 40/2007.

 • Þar segir að heilsugæsluþjónusta nær  yfir almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttöku og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva.

 • Markmið heilsugæsluþjónustu  er að  veita samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu sem  grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Þjónustan miðar að því að efla, bæta og viðhalda heilbrigði sem eykur vellíðan og velferð.

 

Búið er að skilgreina eftirfarandi 15 þætti sem grunnþjónustu heilsugæslustöðva:

 • skipuleg móttaka læknis
 • skipuleg móttaka hjúkrunarfræðings
 • slysaþjónusta vegna smáslysa
 • símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga
 • símaþjónusta lækna
 • vaktþjónusta hjúkrunarfræðinga
 • skipuleg síðdegisvakt lækna
 • vaktþjónusta/skyndikomur
 • mæðravernd
 • ungbarnavernd
 • skólaheilsuvernd
 • heilsuvernd aldraðra
 • ferðamannabólusetningar
 • blóðsýnataka, önnur sýnataka
 • reglubundnar ónæmisaðgerðir

 

Heilsugæsluþjónusta er í boði á eftirfarandi starfsstöðvum: