Heilsugæsluþjónusta

 

Hlutverk heilsugæslunnar er skilgreint í  4. grein laga um heilbrigðis-þjónustu nr. 40/2007.

Þar segir að heilsugæsluþjónusta nær  yfir almennar lækningar, hjúkrun, heilsuvernd og forvarnir, bráða- og slysamóttöku og aðra heilbrigðisþjónustu sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva.

Markmið heilsugæsluþjónustu  er að  veita samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu sem  grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi. Þjónustan miðar að því að efla, bæta og viðhalda heilbrigði sem eykur vellíðan og velferð.

 

HSN Akureyri 

Heilsugæslustöðin er staðsett í Hafnarstræti 99 á 3-6. hæð.
Inngangur er frá göngugötunni (Amaróhúsið), frá Krónunni og frá Gilsbakkavegi inn á 6. hæð, þar eru bílastæði fyrir fatlaða.  

Heilsugæslan er opin frá 08:00-16:00 alla virka daga, vaktþjónusta er frá 14.00 -18.00 alla virka daga og frá 10.00-14.00 um helgar og rauða daga. 

Vinsamlegast hringið á heilsugæslustöðina til að panta tíma á vaktina.

Símanúmer: 432-4600 

Vaktnúmer:- 1700 

Yfirlæknir heilsugæslunnar: Jón Torfi Halldórsson 

Yfirhjúkrunarfræðingur: Ingibjörg Lára Símonardóttir 

Skrifstofustjóri: Lára Ólafsdóttir 

  
HSN Blönduós 

Á heilsugæslunni er veitt almenn heilsugæsla, móttaka lækna og hjúkrunarfræðinga.
Móttökuritarar taka á móti tímapöntunum og veita allar almennar upplýsingar um starfsemina. 

Heilsugæslan á Blönduósi er opin mánudaga - fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00 og föstudaga frá kl. 08:00-12:00. Viðtalstími lækna er alla virka daga á Blönduósi en á Skagaströnd annan hvorn þriðjudag og alla fimmtudaga frá kl. 09.00 - 11.00. Viðtals- og símatímar eru pantaðir hjá riturum frá kl. 08:00 – 16:00 alla virka daga.  
Blóðprufur á Blönduósi eru teknar á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum milli kl. 08:00 - 09:00 og á Skagaströnd á þriðjudögum milli kl. 08:00 - 08:30. Panta þarf tíma í blóðprufu. 

Símanúmerið er 432-4100. 

Vaktnúmer: 1700.

Yfirlæknir heilsugæslunnar: Fjölnir Freyr Guðmundsson  

Yfirhjúkrunarfræðingur: Helga Margrét Jóhannesdóttir  

 

HSN Dalvík 

Öll almenn heilsugæsluþjónusta er  veitt á heilsugæslustöðinni á Dalvík, sem er staðsett á Hólavegi 6.
Auk þess er boðið upp á lífsstílsmóttöku sem er byggð á þverfaglegri samvinnu. Heilsugæslustöðin á Dalvík sinnir einnig Hrísey.

Símanúmer: 432-4400. 

Vaktnúmer: 1700. 

Yfirlæknir heilsugæslunnar: Rúnar Sigurður Reynisson. 

Yfirhjúkrunarfræðingur: Lilja Guðnadóttir. 

 
HSN Fjallabyggð 

Almenn heilsugæsluþjónusta er í boði í Fjallabyggð.   
Starfsstöðvarnar eru í sjúkrahúsinu Siglufirði, og á heilsugæslunni Hornbrekku í Ólafsfirði. Móttökuritarar taka við pöntunum í viðtals- og símatíma, þar eru einnig veittar allar almennar upplýsingar um starfsemina.  

Símanúmer Siglufirði: 460-2100.

Símanúmer Hornbrekku Ólafsfirði: 466-4050 

Vaktnúmer: 1700. 

Yfirlæknir heilsugæslunnar er: Valþór Stefánsson 

Deildarstjóri heilsugæslu: Elín Arnardóttir 

 
HSN Húsavík 

Þjónustusvæði heilsugæslunnar nær frá Reykjahlíð, Mývatnssveit í vestri til Þórshafnar í austri.  

Þjónustan nær yfir móttöku og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun og hjúkrunarþjónustu, ungbarna- og meðgönguvernd og skólaheilsugæslu. Einnig tekur hún til sjúkraflutninga, sérfræðilegrar læknisþjónustu og annarrar heilsuverndar. 

Símaþjónusta skiptiborðs er opin kl. 08:00-16:00 alla virka daga þar sem tekið er á móti tímapöntunum. 

Heilsugæslulæknar og hjúkrunarfræðingar eru með móttöku alla virka daga.
Vaktþjónusta lækna er allan sólarhringinn og er fyrst og fremst til að sinna bráðatilfellum og slysum. 

Sérfræðilæknar eru með móttöku reglulega á heilsugæslustöðinni. 

Símanúmer: 464-0500. 

Vaktnúmer: 1700. 

Yfirlæknir heilsugæslu á Húsvík: Unnsteinn Ingi Júlíusson 

Yfirlæknir heilsugæslu á Kópaskeri, Raufarhöfn og Þórshöfn: Sigurður Halldórsson 

Yfirhjúkrunarfræðingur: Áslaug Halldórsdóttir 

 
HSN Sauðárkrókur  

Upptökusvæði heilsugæslunnar er Skagafjörður, utan Fljóta. Auk þess þjónar heilsugæslan  ferðamönnum og nemum framhaldsskóla í héraðinu. 

Starfið skiptist í höfuðatriðum í móttöku- og vaktþjónustu heilsugæslulækna, heimahjúkrun og hjúkrunarþjónustu, ungbarna- og meðgönguvernd og skólaheilsugæslu. Einnig heyra undir hana sjúkraflutningar, sérfræðileg læknisþjónusta og ýmis önnur heilsuvernd. 
Læknir er með móttöku einu sinni í viku á Hofsósi. Símaþjónusta frá skiptiborði er frá kl. 08:00-16:00 alla virka daga. Þá er tekið á móti tímapöntunum. 
Heilsugæslulæknar og hjúkrunarfræðingar eru með móttöku alla virka daga. Vaktþjónusta lækna er allan sólarhringinn og er fyrst og fremst til að sinna bráðatilfellum og slysum. Sérfræðingar koma reglulega á heilbrigðisstofnunina.  

Símanúmer: 432-4200. 

Vaktsími: 1700.  

Yfirlæknir heilsugæslu: Þorsteinn Þorsteinsson.  

Deildarstjóri heilsugæslu: Elín Árdís Björnsdóttir