Heilsuvernd grunnskólabarna

Heilsuvernd grunnskólabarna er framhald af ung og smábarnavernd. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.  Starfsemi heilsuverndar skólabarna er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Í henni felast heilsufarsskoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Fagleg starfsemi  heilsuverndar skólabarna
  • Fyrsta stigs forvarnir;  heilbrigðisfræðsla, heilsuefling, ónæmisaðgerðir o.fl.

  • Annars stigs forvarnir;  skimanir og heilbrigðisþjónusta í skólum.

  • Þriðja stigs forvarnir;  aðbúnaður og umönnun barna með langvinnan heilsuvanda o.fl.

Fyrirkomulag:

Heilsugæslustöðvar annast heilsugæslu í skólum skv.lögum nr. 97/1990
Hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar annast heilsuvernd í grunnskólum. Þeir hafa fasta viðtalstíma fyrir nemendur sem auglýstir eru í skólunum.

Heilsufarsskoðanir fara fram í 1., 4., 7. og 9. bekk.

Skoðunin felur í sér sjónpróf,  hæðar- og þyngdarmælingu auk fræðslu og viðtals um lífsstíl og líðan.  Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

  • 1. bekkur:  Hæðar- og þyngdarmæling.  Sjónpróf og heyrnarpróf eftir þörfum.  Flúorþjálfun í 6 vikur  og er foreldrum boðið að fá flúor að henni lokinni til að til að halda áfram flúorskolun heima.
  • 4. bekkur:  Hæðar- og þyngdarmæling.  Sjónpróf og heyrnarpróf eftir þörfum
  • 7. bekkur:  Hæðar og þyngdarmæling.  Sjónpróf og einnig er prófað litarskyn. Bólusett er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum.  Jafnframt eru stúlkur bólusettar við leghálskrabbameini,  3 sprautur á 6 mánuðum. 
  • 9. bekkur:  Hæðar- og þyngdarmæling.  Sjónpróf, heyrnarpróf og blóðþrýstingsmæling eftir þörfum.  Bólusett er gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa.

 

Heilbrigðisfræðsla

Heilsuvernd skólabarna sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6h heilsunnar sem er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar og Embættis landlæknis.

Áherslur fræðslunnar eru:

hollusta – hvíld – hreyfing – hreinlæti – hamingja – hugrekki – kynheilbrigði.

Eftir fræðslu fá foreldrar sent bréf og gefst þeim þá kostur á að ræða innihald fræðslunnar við börnin.

 

Heilsuvernd skólabarna er í boði á eftirfarandi starfsstöðvum: