Heilsuvernd grunnskólabarna

 

 

Heilsuvernd grunnskólabarna er framhald af ung og smábarnavernd. Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra/forráðamenn, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.  Starfsemi heilsuverndar skólabarna er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda. Í henni felast heilsufarsskoðanir, bólusetningar og heilbrigðisfræðsla, ásamt ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.

Fagleg starfsemi  heilsuverndar skólabarna
  • Fyrsta stigs forvarnir;  heilbrigðisfræðsla, heilsuefling, ónæmisaðgerðir o.fl.

  • Annars stigs forvarnir;  skimanir og heilbrigðisþjónusta í skólum.

  • Þriðja stigs forvarnir;  aðbúnaður og umönnun barna með langvinnan heilsuvanda o.fl.

Fyrirkomulag:

Heilsugæslustöðvar annast heilsugæslu í skólum skv.lögum nr. 97/1990.
Hjúkrunarfræðingar heilsugæslunnar annast heilsuvernd í grunnskólum. Þeir hafa fasta viðtalstíma fyrir nemendur sem auglýstir eru í skólunum.

Heilsufarsskoðanir fara fram í 1., 4., 7. og 9. bekk.

Skoðunin felur í sér sjónpróf,  hæðar- og þyngdarmælingu auk fræðslu og viðtals um lífsstíl og líðan.  Nemendur í öðrum árgöngum eru skoðaðir ef ástæða þykir til.

  • 1. bekkur:  Hæðar- og þyngdarmæling.  Sjónpróf.
  • 4. bekkur:  Hæðar- og þyngdarmæling.  Sjónpróf.
  • 7. bekkur:  Hæðar og þyngdarmæling.  Sjónpróf. Bólusett er gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum.  Jafnframt eru stúlkur bólusettar við leghálskrabbameini,  2 sprautur á 5 mánuðum. 
  • 9. bekkur:  Hæðar- og þyngdarmæling.  Sjónpróf.  Bólusett er gegn mænusótt, barnaveiki og stífkrampa.

 

Heilbrigðisfræðsla

Heilsuvernd skólabarna sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta ýmist í hópi eða á einstaklingsgrunni. Byggt er á hugmyndafræðinni um 6h heilsunnar sem er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar og Embættis landlæknis.

Áherslur fræðslunnar eru:

hollusta – hvíld – hreyfing – hreinlæti – hamingja – hugrekki – kynheilbrigði.

 

Skólaheilsugæsla fylgist einnig með því að börn hafi fengið þær bólusetningar sem tilmæli Landlæknis segja til um. Ef börn hafa ekki fengið fullnægjandi bólusetningar verður haft samband við foreldra.

Svefn, nesti og skjólfatnaður

 Reglulegur og nægjanlegur svefn er mikilvægur fyrir heilsu og þroska barna. Börn þurfa að sofa 10-12 klst. á nóttu. Skóladagur nemenda er langur, mikilvægt er að borða reglulega og hafa með sér hollt og gott nesti. Einnig er nauðsynlegt að nemendur séu í góðum skjólfatnaði og með húfu og vettlinga.

Slys og veikindi

 Veitt er fyrsta hjálp í skólanum og minniháttar slysum sinnt. Þurfi nemendur að fara á heilsugæslustöð eða slysadeild skulu foreldrar / forráðamenn fara með barninu. Mikilvægt er að skólinn hafi öll símanúmer sem hægt er að ná í foreldra á skólatíma barnsins. Ekki er ætlast til að óhöppum sem gerast utan skólatíma sé sinnt í skólanum. Ef barn er með greindan alvarlegan sjúkdóm sem getur stefnt heilsu / lífi þess í bráða hættu er nauðsynlegt að skólaheilsugæsla viti af því. Hér er átt við sjúkdóma eins og t.d. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki og blæðingarsjúkdóma.

Lyfjagjafir

Samkvæmt fyrirmælum Landlæknisembættisins eru sérstakar vinnureglur varðandi lyfjagjafir til nemenda á skólatíma. Þar kemur meðal annars fram að skólabörn skulu ekki fá önnur lyf í skólanum en þau sem hafa verið ávísuð af lækni. Í engum tilvikum getur barn borið ábyrgð á lyfjatökunni, ábyrgðin er foreldra. Börn skulu ekki hafa nein lyf undir höndum í skólanum nema í algjörum undantekningartilvikum. Slíkar lyfjagjafir geta t.d. verið insúlíngjafir sem barnið sér sjálft alfarið um. Foreldrar / forráðamenn þeirra barna sem þurfa að taka lyf á skólatíma skulu hafa samband við skólaheilsugæslu sem skipuleggur lyfjagjafir á skólatíma.

HSN Akureyri  

Verkefnastjóri skólahjúkrunar er Ingibjörg S. Ingimundardóttir, tölvupóstur: ingibjorgi@hsn.is 

Hjúkrunarfræðingar sem sinna heilsuvernd grunnskólabarna: 

Ingibjörg S. Ingimundardóttir  Oddeyrarskóli  ingibjorgi@hsn.is 
Karen Júlía Fossberg  Síðuskóli kjf@akmennt.is 
Rannveig Elíasdóttir  Lundaskóli  rannve@akmennt.is 
Sesselja Bjarnadóttir  Grenivíkurskóli  sesselja.bjarnadottir@hsn.is 
Brynhildur Smáradóttir  Glerárskóli, Valsárskóli, Hlíðarskóli  brynhildur@akmennt.is 
Þorgerður Hauksdóttir  Naustaskóli, Hrafnagilsskóli  thorg@akmennt.is 
Bryndís Arnarsdóttir  Brekkuskóli bryndis.arnarsdottir@akmennt.is 
Sóley Kristín Sigurðardóttir Giljaskóli, Þelamerkurskóli  soleyk@akmennt.is 

 

HSN Blönduós  

Sigríður Stefánsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur í Höfðaskóla og Húnavallaskóla. 
Tölvupóstfang: sigridur.stefansdottir@hsn.is 
Matthildur Birgisdóttir er skólahjúkrunarfræðingar í Blönduskóla.
Tölvupóstfang: matthildur.birgisdottir@hsn.is 

Heilsuvernd grunnskólabarna er sinnt af hjúkrunarfræðingum og læknum heilsugæslunnar. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd. Hjúkrunarfræðingar hafa fastan viðverutíma í öllum skólum sýslunnar. 

Fyrirspurnir í síma 455-4100 

 


HSN Dalvík  

Lára Betty Harðardóttir er skólahjúkrunarfræðingur í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar veturinn 2019-2020. Tölvupóstfang: lara.betty.hardardottir@hsn.is eða í síma 432-4400 í gegnum heilsugæslustöðina.  
Viðtalstímar: Mánudaga kl. 08.00-11.30 og fimmtudaga kl. 08.00-10.00.

Hildigunnur Jóhannesdóttir er skólahjúkrunarfræðingur í Grunnskóla Hríseyjar og Árskógarskóla  veturinn 2019-2020.
Tölvupóstur: hildigunnur.johannesdottir@hsn.is eða í síma 432-4400.  


HSN Fjallabyggð:  

Þorsteinn Bjarnason er skólahjúkrunarfræðingur Grunnskóla Fjallabyggðar  
Viðtalstímar eru : mánudaga og þriðjudaga kl. 08:00-12:00 á Ólafsfirði og miðvikudagar og fimmtudagar kl. 08:00-12:00 á Siglufirði. 


HSN Húsavík  

Verkefnastjóri skólahjúkrunar er Díana Jónsdóttir    
Borgarhólsskóli - Díana Jónsdóttir  diana.jonsdottir@hsn.is 
Þingeyjarskóli – Katrín Guðmundsdóttir  katrin.gudmundsdottir@hsn.is 
Stórutjarnarskóli - Ingibjörg Stefánsdóttir  ingibjorg.stefansdottir@hsn.is 
Reykjahlíðarskóli - Ingibjörg Stefánsdóttir  ingibjorg.stefansdottir@hsn.is 
Grunnskólinn á Þórshöfn - Anna Lilja Ómarsdóttir  annaom@hsn.is 
Grunnskólinn á Raufarhöfn – Ragnhildur Þorgeirsdóttir  ragnhildur.thorgeirsdottir@hsn.is 
Framhaldsskólinn á Laugum – Dagbjört Bjarnadóttir  dagbjort.bjarnadottir@hsn.is 
Framhaldsskólinn á Húsavík -  Díana Jónsdóttir  diana.jonsdottir@hsn.is 


HSN Sauðárkrókur 

Margrét Aðalsteinsdóttir er skólahjúkrunarfræðingur í Árskóla.  
Viðtalstímar eru mánudaga og miðvikudaga kl. 08.00-15.00, þriðjudaga kl. 08:00-12:00
og fimmtudaga kl. 08:00-14:00.
Tölvupóstur: margret.adalsteinsdottir@hsn.is. Upplýsingar í síma 455-1100 eða 432-4200. 

Sigrún Sigurðardóttir er skólahjúkrunarfræðingur í Grunnskólanum austan vatna og Varmahlíðarskóla.  
Viðtalstímar í Grunnskólanum austan vatna eru fimmtudagar kl. 08:00-12:00. 

Viðtalstímar í Varmahlíðarskóla eru þriðjudagar kl. 09:00-14:00. Tölvupóstur: sigrun.sigurdardottir@hsn.is  
Upplýsingar í síma: 432-4200.