Heimahjúkrun

 

Heimahjúkrun er heimahjúkrunarþjónusta sem veitt er á vegum heilsugæslustöðva fyrir þá einstaklinga sem hennar þarfnast sbr. 12. gr. reglugerðar um heilsugæslustöðvar nr. 787/2007.

Markmiðið með heimahjúkrun er að gera sjúklingum kleift að búa sem lengst á eigin heimili þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða skerta færni.

Heimahjúkrun er fyrir einstaklinga á öllum aldri sem búa í heimahúsum og eru í þörf fyrir einstaklingshæfða og markvissa hjúkrun til að geta lifað sem eðlilegustu lífi. 

Heimahjúkrun sér um að veita fólki, sem vegna veikinda sinna, fötlunar eða öldrunar þarfnast aðstoðar við athafnir daglegs lífs, fjölbreytta þjónustu. Þjónustan miðar að því að styrkja og viðhalda andlegu og líkamlegu heilbrigði einstaklingsins og draga úr einangrun og einkennum sjúkdóma.
Einnig að styðja við sjálfstæða búsetu og/eða skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir skerðingu á færni.

Þjónustan er tímabundin og veitt á meðan þörf er á faglegri hjúkrunarþjónustu. Þjónustan er að mestu veitt á dagvinnutíma virka daga en einnig á öðrum tímum þar sem þörfin er brýn.

HSN Akureyri  
Heimahjúkrun veitir sólarhringsþjónustu. Hjúkrunarfræðingur er á vakt frá kl. 08-22 alla daga en næturþjónustan er veitt af sjúkraliða. 
Í heimahjúkrun starfa hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. 
Upplýsingar hjá hjúkrunarfræðingum í síma: 893-5711 milli kl. 08.00-16.00 alla virka daga.  

HSN Blönduós  

Heimahjúkrun er veitt alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 og um helgar kl. 08.00-12.00. 
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna heimahjúkrun.
Upplýsingar hjá móttökuritara í síma: 455-4100.  

HSN Dalvík  
Heimahjúkrun er veitt alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 og um helgar kl. 09.00-12.00. 
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna heimahjúkrun.  
Upplýsingar í síma: 432-4400 eða í vaktsíma heimahjúkrunar 843-5588.  

HSN Fjallabyggð 
Heimahjúkrun er veitt alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 og um helgar kl. 08.00-12.00. 
Upplýsingar hjá hjúkrunarfræðingum í síma 460-2100 og 466-4050.  

HSN Húsavík
Heimahjúkrun er veitt alla virka daga frá kl. 08.00-12.00 og um helgar kl. 08.00-12.00. 
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna heimahjúkrun.
Upplýsingar í vaktsíma heimahjúkrunar: 860-7727.

HSN Sauðárkrókur 
Heimahjúkrun er veitt alla virka daga frá kl. 08.00-16.00 og um helgar kl. 08.00-12.00. 
Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sinna heimahjúkrun. 
Upplýsingar í vaktsíma hjúkrunarfræðinga: 432-4218.