Hjúkrunarmóttaka

Hjúkrunarmóttaka 

Hjúkrunarfræðingar sinna margs konar erindum varðandi veikindi, vanlíðan, smáslys og óþægindi. Þeir eru  góðir ráðgjafar og liðsinna fólki með umönnun og mat fyrir fyrir frekari þjónustu.  
Hjúkrunarfræðingar eru til staðar á móttöku heilsugæslunnar alla virka daga á dagvinnutíma og sinna ráðgjöf og þjónustu einnig símleiðis.  

Hjúkrunarfræðingar sinna meðal annars: 

 • Ráðgjöf, upplýsingum og fræðslu 

 • Eftirliti með heilsufari og líðan 

 • Sárameðferð, saumatökum og húðmeðferð 

 • Sprautu - og lyfjagjöfum 

 • Rannsóknum og mælingum, s.s. blóðþrýstingsmælingum, hjartalínuriti og öndunarmælingum 

 • Eftirliti og meðferð með klamydiusmiti í samvinnu við lækna 

 • Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningum vegna ferðalaga í samvinnu við lækna 

 • Ónæmisaðgerðum, t.d. gegn inflúensu 

 • Ráðgjöf og leiðbeiningum fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl, eins og mataræði og hreyfingu 

 • Andlegum stuðningi og sjálfsstyrkingu  

 • Leiðbeiningum um heilbrigðiskerfið 

HSN Akureyri 
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-15.00.
Vaktsími: 432-4600 

HSN Blönduós 
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-15.00.
Vaktsími: 455-4100 

HSN Dalvík 
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-15.00.
Vaktsími: 432-4400 

HSN Húsavík 
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-16.00.
Vaktsími: 464-0501. 

HSN Fjallabyggð 
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-16.00.
Vaktsími: 460-2100 

HSN Sauðárkrókur 
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-16.00.
Vaktsími: 432-4218