Hjúkrunarfræðingar sinna margs konar erindum varðandi veikindi, vanlíðan, smáslys og óþægindi. Þeir eru góðir ráðgjafar og liðsinna fólki með umönnun og mat fyrir fyrir frekari þjónustu.
Hjúkrunarfræðingar eru til staðar á móttöku heilsugæslunnar alla virka daga á dagvinnutíma og sinna ráðgjöf og þjónustu einnig símleiðis.
Hjúkrunarfræðingar sinna meðal annars:
-
Sárameðferð, saumatökum og húðmeðferð
-
Sprautu - og lyfjagjöfum
-
Rannsóknum og mælingum, s.s. blóðþrýstingsmælingum, hjartalínuriti og öndunarmælingum
-
Eftirliti og meðferð með klamydiusmiti í samvinnu við lækna
-
Ferðamannaheilsuvernd og bólusetningum vegna ferðalaga í samvinnu við lækna
-
Ónæmisaðgerðum, t.d. gegn inflúensu
-
Ráðgjöf og leiðbeiningum fyrir þá sem vilja breyta um lífsstíl, eins og mataræði og hreyfingu
-
Andlegum stuðningi og sjálfsstyrkingu
-
Leiðbeiningum um heilbrigðiskerfið
HSN Akureyri
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-15.00.
Vaktsími: 432-4600
HSN Blönduós
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-15.00.
Vaktsími: 455-4100
HSN Dalvík
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-15.00.
Vaktsími: 432-4400
HSN Húsavík
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-16.00.
Vaktsími: 464-0501.
HSN Fjallabyggð
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-16.00.
Vaktsími: 460-2100
HSN Sauðárkrókur
Hjúkrunarfræðingar eru með opna móttöku/vaktþjónustu alla virka daga milli kl. 08.00-16.00.
Vaktsími: 432-4218