Hreyfiseðill

Hreyfiseðill er meðferðarúrræði þar sem læknir ávísar hreyfingu sem meðferð eða hluta af meðferð við þeim sjúkdómum eða sjúkdómseinkennum sem verið er að fást við eftir að hafa metið einkenni og ástand skjólstæðings.
Læknir vísar skjólstæðingnum áfram til hreyfistjóra hreyfiseðilsins (sjúkraþjálfari) sem hefur aðsetur á heilsugæslustöðinni. Í komunni til hans eru möguleikar og geta til hreyfingar ræddir og metnir í sameiningu. Sett eru fram markmið og útbúin hreyfiáætlun sem byggir á fagþekkingu.
Auk þess er 6 mínútna göngupróf framkvæmt og kennt hvernig skráning á hreyfingu er háttað. Skráning er þá í höndum skjólstæðings og eftirfylgnin í höndum hreyfistjóra og læknis. Hreyfistjórinn fylgist reglulega með framvindu og gangi mála og læknirinn ákveður endurkomu til sín við útgáfu hreyfiseðilsins. 

Marga lífsstílssjúkdóma má rekja til hreyfingarleysis. Umfangsmikil vísindaleg þekking er fyrir jákvæðum áhrifum hreyfingar á hina ýmsu sjúkdóma. Líkamskerfi okkar er gert fyrir hreyfingu. 

HSN Akureyri  
Hreyfistjóri er Ósk Jórunn Árnadóttir
Upplýsingar í síma 432-4600 eða Ósk Jórunn Árnadóttir, osk.jorunn.arnadottir@hsn.is

HSN Dalvík  
Hreyfistjóri er Ósk Jórunn Árnadóttir, osk.jorunn.arnadottir@hsn.is
Viðtalstímar eru á heilsugæslunni einu sinni í mánuði. Sími 432-4400. 

 
HSN Húsavík  
Hreyfistjóri á Húsavík er Brynja Hjörleifsdóttir 
Viðtalstímar eru á heilsugæslunni á mánudögum milli kl. 13:00-16:00. 
Upplýsingar í síma 464-0538 eða brynja.hjorleifsdottir@hsn.is 
 

HSN Sauðárkrókur 
Hreyfistjóri er Fanney Ísfold Karlsdóttir,  fanney.isfold.karlsdottir@hsn.is
Upplýsingar í síma 432-4200. 
Mótttaka á heilsugæslunni er á miðvikudögum frá kl. 10.00-12.00