Krabbameinsleit

Heilsugæslunni hefur verið falin framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi frá áramótum. Tímabókanir hefjast 4. janúar hjá HSN en þá er hægt að hringja inn á heilsugæslustöð og panta tíma.

Þær konur sem fá boðsbréf í skimun munu geta bókað tíma í Heilsuveru og þarf sú bókun að gerast innan 6 mánaða frá boðun. Fyrstu boðsbréfin frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana munu berast konum fljótlega á nýju ári.

Haft verður samband við þær konur sem eru á biðlista á Akureyri og þeim boðinn tími í janúar en þær geta einnig haft samband við heilsugæsluna eftir áramót og pantað tíma.

Skimun fyrir krabbameini í leghálsi er forvörn sem býðst einkennalausum konum. Konum með einkenni frá kvenlíffærum er ráðlagt að leita til læknis

Konur geta séð skimunarsögu sína á island.is og á heilsuvera.is ef þær muna ekki hvenær þær komu síðast. Þar sést líka hvenær boðsbréf eru send. (heilsuvera.is – sjúkraskrá- skimunarsaga)  

Nánari upplýsingar má finna hér: Samhæfingarstöð krabbasmeinsskimana (heilsugaeslan.is)