Meðgönguvernd

 

 Meðgönguvernd á HSN fer fram í fyrirfram bókuðum tíma á heilsugæslustöð.

Ljósmæður sinna aðallega meðgönguvernd en gott samstarf er við lækna stofnunarinnar sem og við 
fæðingarlækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri. 
Markmið meðgönguverndar er að stuðla að heilbrigði móður og barns á meðgöngutímanum 
og eftir fæðingu, veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf til verðandi foreldra,  greina áhættuþætti 
og bregðast við þeim. 

Meðgönguverndin miðar einnig að því að fyrirbyggja og greina líkamleg og andleg frávik hjá mæðrum á 
meðgöngutímanum og gera viðeigandi ráðstafanir. 

Tilgangur meðgönguverndar er að fylgjast með heilbrigði verðandi móður og vexti og þroska fósturs 
í móðurkviði, veita upplýsingar um eðlilegar breytingar á meðgöngu og um það sem í vændum er.  

 

Fyrirkomulag meðgönguverndar:  

  • Vika 10 - 12:  Fyrsta skoðun   

  • Vika 16:           Skoðun/viðtal  

  • Vika 19 - 20:    Ómskoðun  

  • Vika 25 - 34:    Skoðun á þriggja vikna fresti  

  • Vika 34 - 40:    Skoðun á tveggja vikna fresti  

  • Vika 41:            Skoðun hjá ljósmóður og/eða fæðingalækni   

  

HSN Akureyri   

Ljósmæður sinna meðgönguvernd alla virka daga.  

Tímapantanir fara fram í síma: 432 4605 á milli kl. 08:15 og 10:00.   

Ritari gefur tíma, veitir upplýsingar og tekur skilaboð til ljósmæðra alla virka daga kl. 08:15 og 10:00 í síma 432-4605.  

 

HSN Blönduós  

Meðgönguvernd fer fram á heilsugæslunni á Blönduósi þriðjudaga kl. 9-15:30.  

Tímapantanir eru í síma 455-4100 virka daga milli kl. 8-16. 

 

HSN Dalvík  

Meðgönguvernd fer fram á þriðjudögum kl: 08:00-12:00 og á föstudögum kl: 08:00-12:00.    

Ljósmóðir svarar í síma eftir þörfum.    

Tímapantanir eru alla virka daga kl: 08:00-16:00 í síma 432-4400.    

   

HSN Fjallabyggð  

Ljósmóðir sinnir meðgönguvernd alla fimmtudaga á Siglufirði kl.  08:00-10:00 og  á Ólafsfirði kl. 13:00-16:00.    

Tímapantanir í  síma 460 2100 og 466 4050.  

 

HSN Húsavík  

Ljósmæður sinna meðgönguvernd á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá kl. 8:00 – 16:00.

Tímapantanir eru í síma 464 0500.

Heimaþjónusta eftir fæðingu og aðstoð við brjóstagjöf er í boði fyrir allar mæður og skipulögð í samráði við ljósmæður eftir þörfum hverju sinni.

   

HSN Sauðárkrókur  

Ljósmóðir er við alla virka daga   

Tímapantanir eru í síma 432 4200 alla virka daga  frá kl: 8:00-16:00  

Vaktþjónusta   861-8284      

Mánudaga - fimmtudaga  kl.  08:00 - 20:00  

Föstudagar kl. 08:00 - 16:00  

Hægt er að ná í ljósmóður á vakt í síma 432 4200 og eftir lokun skiptiborðs í gegnum sjúkradeild.  

   

HSN Kópasker  

Ljósmóðir sinnir meðgönguvernd á föstudögum eða eftir samkomulagi.  

Tímapantanir fara fram í síma: 464-0600 alla virka daga á milli kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00   

eða í síma 464-0640 á opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar á Kópaskeri . 

 

HSN Raufarhöfn  

Ljósmóðir sinnir meðgönguvernd á föstudögum eða eftir samkomulagi.  

Tímapantanir fara fram í síma: 464-0600 alla virka daga á milli kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00   

eða í síma 464-0620 á opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar á Raufarhöfn.  

 

HSN Þórshöfn   

Ljósmóðir sinnir meðgönguvernd eftir samkomulagi alla virka daga.  

Tímapantanir fara fram í síma: 464-0600 alla virka daga á milli kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 16:00