Meðgönguvernd

Mæðravernd HSNLjósmæður og heimilislæknar á heilsugæslustöðvum, í samvinnu við fæðingarlækna ef þörf er á, sinna meðgönguvernd heilsugæslunnar og stuðla að heilbrigði móður og barns á meðgöngutímanum og eftir fæðingu. Veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf til verðandi foreldra, greina áhættuþætti og bregðast við þeim. Meðgönguverndin miðar einnig að því að fyrirbyggja og greina líkamleg og andleg frávik hjá mæðrum á meðgöngutímanum og gera viðeigandi ráðstafanir

Tilgangur meðgönguverndar er að fylgjast með heilbrigði verðandi móður og vexti og þroska fósturs í móðurkviði. Veita upplýsingar um eðlilegar breytingar á meðgöngu og um það sem í vændum er.

Fyrirkomulag meðgönguverndar:
  • Vika 10 - 12:  (reiknað frá fyrsta degi síðustu tíða):   Fyrsta skoðun 
  • Vika 16:           Skoðun/viðtal
  • Vika 19 - 20:    Ómskoðun
  • Vika 25 - 34:    Skoðun á þriggja vikna fresti
  • Vika 34 - 40:    Skoðun á tveggja vikna fresti
  • Vika 41:           Skoðun hjá ljósmóður og/eða fæðingalækni 

 

Meðgönguvernd er í boði á eftirfarandi starfsstöðvum: