Ung- og smábarnavernd

 

Í ung- og smábarnavernd er lögð áhersla á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma.

Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og að koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi ummönnun barnsins og eigin líðan

Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við 3ja mánaða aldur hefjast bólusetningar. Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd umfram þessar skipulögðu skoðanir.

Í öllum ungbarnaskoðunum eru börnin vigtuð og lengdarmæld.

Yfirlit yfir helstu smitsjúkdóma barna HÉR   -   sjá hlekk úr skjalinu   augnsýkingar

Upplýsingar um barnabólusetningar HÉR


Fastar skoðanir og bólusetningar:
 • 6 vikna:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir og læknir. Þroskamat
 • 9 vikna:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir. Hugað er sérstaklega að andlegri líðan foreldra. EPDS skimun.
 • 3 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir og læknir. Þroskamat.   Tvær bólusetningar;  1) barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, hib, mænusótt og 2)  pneumókokkar
 • 5 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir. Tvær bólusetningar 1) barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, hib, mænusótt og 2)  pneumókokkar.
 • 6 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir. Þroskamat.  Bólusetning / heilahimnubólga C.
 • 8 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir. Bólusetning / Heilahimnubólga C.
 • 10 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir og læknir. Þroskamat.
 • 12 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir.  Þrjár bólusetningar 1) barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, hib, mænusótt , 2) pneumókokkar  og 3) hlaupabóla.
 • 18 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir og læknir.  Þroskamat.  Tvær bólusetningar 1) rauðir hundar, mislingar, hettusótt
  og 2) hlaupabóla.
 • 2 ½ árs:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir. Þroskamat, málþroski, fín- og grófhreyfiþroski.
 • 4 ára:   Hjúkrunarfræðingur/ljósmóðir.  Þroskamat, fín- og grófhreyfiþroski, sjónmæling.  Bólusetning /barnaveiki, stífkrampi, kíghósti.
  Yfirlit yfir skoðanir og ónæmisaðgerðir má sjá HÉR

2 1/2 árs og 4 ára skoðanir

Við viljum minna foreldra á mikilvægi þess að mæta með börnin í 2 ½ árs og 4 ára skoðanir.   

 

Akureyri   

Tímapantanir í síma: 432-4605 milli kl. 08:15 -10:00. Ritari tekur við skilaboðum kemur áleiðis og hringt er út samdægurs.  

Skoðanir eru mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl: 08.00-16.00 
Föstudaga 08:00-12:00. 


Blönduós  

Tímapantanir: 455-4100. Einnig hægt að bóka símatíma við hjúkrunarfræðing.  

Skoðanir eru miðvikudaga á milli kl 08:00-12:00.  


Dalvík   

Tímapantanir eru alla virka daga kl: 8-16 hjá ritara í síma 432-4400. Ritari tekur einnig við skilaboðum og kemur þeim áfram og hringt er út samdægurs.  
Skoðanir eru þriðjudaga kl: 12:00-16:00 og miðvikudaga kl: 08:00-16:00 


Fjallabyggð   

Tímapantanir í síma 460-2100 og 466-4050 
Skoðanir eru þriðjudaga á Ólafsfirði og fimmtudaga á Siglufirði.


Húsavík  

Tímapantanir í síma: 464 0501. 

Skoðanir eru mánudaga kl. 08:00-12:00 (læknir og hjúkrunarfræðingur)

kl. 13:00-15:00 (hjúkrunarfræðingur) 

Á mánudögum kl. 15-16 er “opinn tími í ungbarnavernd”.  Þar er hægt að mæta án þess að eiga pantaðan tíma og fá skoðun og viðtal við hjúkrunarfræðing. 


Sauðárkrókur   

Tímapantanir í síma: 432-4200 og 432-4218.  
Skoðanir eru mánudaga og miðvikudaga kl. 13:30 -16:00 . 

Fimmtudagar kl. 13:30 -16:00   (þroski 4 ára).  

Föstudagar kl. 08:30-16:00 (þroski 2½ ára).