Ung- og smábarnavernd

Ung og smábarnaverndÍ ung- og smábarnavernd er lögð áhersla á stuðning við fjölskylduna og þannig stuðlað að því að börnum séu búin bestu mögulegu uppvaxtarskilyrði á hverjum tíma.

Foreldrum nýfæddra barna er boðið upp á heimavitjanir fyrstu vikurnar og að koma síðan í kjölfarið á heilsugæslustöðina með barnið í skoðanir. Í heimavitjunum skoðar hjúkrunarfræðingur eða ljósmóðir barnið, metur þroska þess, þyngd og höfuðummál. Foreldrar fá ráðgjöf og fræðslu varðandi ummönnun barnsins og eigin líðan

Þegar barnið er sex vikna gamalt er læknisskoðun á heilsugæslustöð og við 3ja mánaða aldur hefjast bólusetningar. Hefðbundnar bólusetningar eru framkvæmdar samkvæmt fyrirmælum sóttvarnalæknis hjá Landlæknisembættinu. Foreldrum er ávallt velkomið að hafa samband við hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd umfram þessar skipulögðu skoðanir.

Í öllum ungbarnaskoðunum eru börnin vigtuð og lengdarmæld.


Fastar skoðanir og bólusetningar:
 • 6 vikna:   Hjúkrunarfræðingur og læknir. Þroskamat
 • 9 vikna:   Hjúkrunarfræðingur.
 • 3 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur og læknir. Þroskamat.   Tvær sprautur;  1) barnaveiki,kíghósti,stífkrampi, hib, mænusótt og 2)  pneumókokkar
 • 5 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur. Tvær sprautur 1) barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, hib, mænusótt og 2)  pneumókokkar.
 • 6 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur. Þroskamat.  Sprauta/ heilahimnubólga C.
 • 8 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur.  Sprauta/ Heilahimnubólga C.
 • 10 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur og læknir. Þroskamat.
 • 12 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur.  Tvær sprautur 1) barnaveiki, kíghósti, stífkrampi, hib, mænusótt og 2) pneumókokkar .
 • 18 mánaða:   Hjúkrunarfræðingur og læknir.  Þroskamat.  Sprauta/ rauðir hundar, mislingar, hettusótt.
 • 2 ½ árs:   Hjúkrunarfræðingur. Þroskamat, málþroski, fín- og grófhreyfiþroski.
 • 4 ára:   Hjúkrunarfræðingur.  Þroskamat, fín- og grófhreyfiþroski, sjónmæling.  Sprauta/barnaveiki, stífkrampi, kíghósti.

 

Ung- og smábarnavernd er í boði á eftirfarandi starfsstöðvum: