80 ára og eldri býðst fjórði skammturinn af Covid-19 bóluefni

Einstaklingar 80 ára og eldri geta fengið fjórða skammtinn af bóluefni vegna Covid-19 á heilsugæslustöðvum HSN. 

Til að geta fengið fjórða skammt bóluefnisins þurfa að lágmarki fjórir mánuðir að hafa liðið frá þriðja skammti bóluefnisins en ekki skiptir máli hvort viðkomandi hefur smitast af Covid-19  eða hvenær.

Bóka þarf tíma með símtali eða í gegnum mínar síður á vefnum Heilsuvera. Nánari upplýsingar hér fyrir neðan.

Bólusetning er einnig í boði fyrir alla 5 ára og eldri sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar. Sjá nánar í upplýsingum um hverja starfsstöð.

 

Upplýsingar um bólusetningar á starfsstöðvum HSN:

 

HSN Akureyri:

Tímapantanir í síma 432 4600 eða í gegnum Heilsuveru

Miðvikudaginn 13. júlí kl. 8:30-10:00

Miðvikudaginn 27. júlí kl. 8:30-10:00

Bólusetning er einnig í boði fyrir alla 5 ára og eldri sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar.

 

HSN Blönduós:

Tímapantanir í síma 432 4100 eða í gegnum Heilsuveru

 

HSN Dalvík:

Tímapantanir í síma 432 4400 eða í gegnum Heilsuveru

Bólusetning er einnig í boði fyrir alla 12 ára og eldri sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar en panta þarf með viku fyrirvara.

 

HSN Fjallabyggð

Tímapantanir í síma 432 4300

 

HSN Húsavík:

Tímapantanir í síma 464 0500

Miðvikudaginn 6. júlí kl. 15

Allir sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar eru velkomnir. 16 ára og eldri sem lokið hafa grunnbólusetningu eru velkomnir í þriðja skammtinn.

 

HSN Kópasker:

Tímapantanir í síma 464 0640

Þriðjudaginn 5. júlí kl. 14

Allir sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar eru velkomnir. 16 ára og eldri sem lokið hafa grunnbólusetningu eru velkomnir í þriðja skammtinn.

 

HSN Raufarhöfn:

Tímapantanir í síma 464 0620

Miðvikudaginn 6. júlí kl. 13:30

Allir sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar eru velkomnir. 16 ára og eldri sem lokið hafa grunnbólusetningu eru velkomnir í þriðja skammtinn.

 

HSN Sauðárkrókur, gengið inn um aðalinngang:

Tímapantanir í síma 432 4236 eða í gegnum Heilsuveru

Miðvikudaginn 6. júlí

Miðvikudaginn 20. júlí

Miðvikudaginn 3. ágúst

Bólusetning er einnig í boði fyrir alla 12 ára og eldri sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar.

 

HSN Þórshöfn:

Tímapantanir í síma 464 0600

Fimmtudaginn 7. júlí kl. 13

Allir sem ekki eru fullbólusettir eða hafa ekki hafið bólusetningar eru velkomnir. 16 ára og eldri sem lokið hafa grunnbólusetningu eru velkomnir í þriðja skammtinn.

 

 

Eins og fram kemur í frétt á vef Landlæknis ákvað sóttvarnalæknir að þessum hópi yrði boðið upp á fjórða skammt bóluefnisins. Ákvörðunin byggir á nýtilkominni reynslu erlendis frá af gagnsemi slíkra bólusetninga fyrir aldraða, sérstaklega þá sem hafa sjúkdóma sem auka hættu á alvarlegum Covid-19 veikindum.