Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga

Mynd í eigu HSN.
Mynd í eigu HSN.

Við hjá HSN óskum hjúkrunarfræðingum innilega til hamingju með alþjóðlegan dag hjúkrunar í dag, 12. maí!  Í ár er sérstök ástæða til að minna á mikilvægi þessarar stéttar þar sem 200 ár eru liðin frá fæðingu frumkvöðulsins Florence Nightingale sem talin var upphafsmaður hjúkrunar í núverandi mynd. Við viljum einnig óska ljósmæðrum til hamingju með þeirra dag, en þann 5. maí var Alþjóðlegum degi ljósmæðra fagnað víða um heim. 

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur helgað árið 2020 þessum tveimur mikilvægu stéttum, enda eru þær lykilstéttir í heilbrigðisþjónustu. Hjá HSN starfa 122 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í 78 stöðugildum. Störf sem þeir sinna krefjast mikillar sérþekkingar og ábyrgðar, en þau má telja meðal annars á hjúkrunar- og sjúkradeildum, í hjúkrunarmóttöku, meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd, við heilsuvernd grunnskólabarna, heimahjúkrun, á speglunardeildum, við ráðgjöf til reykleysis og við svörun í 1700 númerið á dagvinnutíma.

Til hamingju allir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður í hvaða hlutverki sem þið eruð! Við erum gríðarlega þakklát fyrir ykkur og ykkar ómissandi starf.