Bólusetningar gegn Covid 19 á Akureyri

Bólusetningar á slökkvistöðinni á Akureyri – fyrir 12 ára og eldri

27. jan kl: 13:00-15:00 – opinn dagur

10. feb kl: 13:00-15:00 – opinn dagur

 

Bólusetningar á slökkvistöðinni á Akureyri – fyrir börn 5-11 ára

2. og 3. feb kl: 13:00-17:00 – þessa daga er í boði fyrir börn að fá sína aðra bólusetningu og jafnframt eru börn velkomin í sína fyrstu bólusetningu.

Öllum 16 ára og eldri býðst örvunarskammtur þegar að lágmarki 4-5 mánuðir eru liðnir frá grunnbólusetningu. Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningar eða ekki hafa getað nýtt sér fyrri boð er velkomið að koma á auglýstum opnunartíma á Akureyri.  Ekki er þörf á að hafa strikamerki með í för, bara mæta á staðinn.

Bólusettir einstaklingar 70 ára og eldri geta fengið örvunarskammt þegar 3 mánuðir hafa liðið frá grunnbólusetningu. 

Börn sem hafa náð 12 ára aldri eru velkomin í sína fyrstu bólusetningu í fylgd forráðamanna.

Bólusett verður með Pfizer, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu.

Munið að 14 dagar þurfa að líða milli inflúensubólusetningar og bólusetningar gegn COVID-19.

Þeir sem hafa fengið staðfest Covid 19 smit þurfa að láta líða a.m.k 3-6 mánuði frá veikindum að bólusetningu.

Vegna aukinna smita í samfélaginu viljum við minna á að það er grímuskylda og virða 2 metra regluna á bólusetningarstað.

 

Sjá  nánar á vef embættis landlæknis:

Sóttvarnalæknir mælir með þriðja skammti fyrir alla 16 ára og eldri þegar 6 mánuðir eru frá grunnbólusetningu gegn COVID-19

 

Sjá nánar á vef stjórnarráðsins:

COVID-19: Bólusetningarátak; örvunarskammtar og óbólusettir

 

Athugið: Til þess að komast hjá umferðartöfum biðjum við einstaklinga að  huga að öðrum ferðamáta ef kostur er, sameinast í bíla sem og að virða dagsetningar boðanna, sýnum tillitssemi.