Bólusetningar hjá HSN í viku 36, 6. – 10. september

Bólusetningar hjá HSN í viku 36, 6. – 10. september

Í þessari viku verður börnum á aldrinum 12-15 ára sem komu 19. ágúst og fyrr boðið að koma í seinni bólusetningu. Forráðamaður skal fylgja barni. Boð verða send út með sms.

Seinni bólusetningar munu einnig fara fram hjá fullorðnum sem fengu bólusetningu 19. ágúst og fyrr.

Bólusettum einstaklingum 60 ára og eldri býðst örvunarskammtur á næstu vikum. Hjá þeim sem eru 70 ára og eldri þurfa að líða að lágmarki 3 mánuðir frá seinni bólusetningu en 6 mánuðir hjá öðrum. Bólusett verður með bóluefni frá Pfizer, óháð því bóluefni sem notað var við grunnbólusetningu. Við biðjum aðstandendur að fylgjast með sms boðum sem koma í síma ættingja er varðar dagsetningu og tímasetningu. 

Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningar er velkomið að koma á auglýstum opnunartíma á Akureyri. Ekki er þörf á að hafa strikamerki með í för, bara mæta á staðinn. Á öðrum starfsstöðvum skal hafa samband við heilsugæslu og panta tíma.

 Bólusetningar 6. – 10. september Akureyri

Á Slökkvistöðinni á Akureyri fimmtudaginn 9. september kl: 13-16. 

Þeir sem eru 60 ára og eldri og falla innan þeirra tímamarka sem nefnd eru hér fyrir ofan eru velkomið að koma á opnunartíma þó ekki hafi borist boð.

Bólusetningar barna 12-15 ára. Send verða út sms boð sem líklega koma í síma foreldra og ef tíminn hentar ekki þá má koma milli kl: 13-16. Þetta á einnig við um þá sem ekki fá boð

Þeim börnum sem ekki hafa komist hingað til er velkomið að koma og fá bólusetningu.

Bólusetningar á öðrum starfstöðvum

Boð verða send út með sms skilaboðum þar sem tímasetning og staður kemur fram. 

Bólusetningar barna 12-15 ára. Send verða út sms boð sem ættu að koma í síma foreldra. Vinsamlegast hafið samband við ykkar heilsugæslustöð ef boð vantar.

Þeir sem ekki hafa hafið bólusetningar eða ekki getað komist í boðaða tíma skulu hafa samband við sína heilsugæslustöð til að fá nýjan tíma.