Breyttur opnunartími á bráðavakt HSN Akureyri

Breyttur opnunartími á bráðavakt HSN Akureyri.

Þann 1. Júní verður opnunartími á bráðavakt HSN Akureyri alla virka daga frá kl. 14-17 og 10-14 um helgar.

Bóka þarf tíma samdægurs í síma 432 4600, takmarkaður fjöldi er á hverri vakt.

Athugið að bráðavaktin er ætluð þeim sem þarfnast læknishjálpar samdægurs vegna skyndiveikinda eða sambærilegra atvika.