Covid-19 smit í heimahjúkrun á Akureyri.

Covid-19 smit í heimahjúkrun á Akureyri.

 

Starfsmaður í heimahjúkrun á Akureyri hefur greinst með Covid-19 og í kjölfarið voru fimm aðrir starfmenn settir í sóttkví.

 

Þá eru 12 skjólstæðingar einnig komnir í sóttkví. Þetta mun hafa áhrif á þjónustu heimahjúkrunar á næstu dögum.

 

Fylgst verður náið með bæði skjólstæðingum og starfsmönnum Heimahjúkrunar næstu daga eftir því sem ástæða þykir.