Góður dagur í bólusetningum á Akureyri

Heilsugæslan á Akureyri þakkar bæjarbúum fyrir frábæran dag og góða mætingu á Slökkvistöðina.
Alls mættu 1142 einstklingar í bólusetningu en í dag var árgangur 1961 og eldri bólusettir með bóluefni frá Astra Zeneca.
Einnig þökkum við það frábæra samstarf sem við eigum með Slökkviliðinu,
Lögreglunni og Súlur Björgunarsveit en með þessu góða samstarfi getum við látið þetta ganga eins vel og þetta gerir.
Við hlökkum til að taka á móti fleiri einstaklingum á næstu vikum.