Nú geta skjólstæðingar Heilsugæslunnar á Sauðárkróki pantað COVID einkennasýnatökur á Heilsuveru

Skjólstæðingar Heilsugæslunnar á Sauðárkróki geta nú pantað einkennasýnatöku vegna Covid á "mínum síðum" á heilsuvera.is.  Þá fær viðkomandi skilaboð um hvenær á að mæta.

Vegna fyrirspurna um Covid er netspjall á síðum covid.is og heilsuvera.is.  Einnig má hringja í 1700.

Aðalnúmer heilsugæslunnar er 432-4200.  Síminn er opinn virka daga kl. 08:00 - 16:00.

Í neyð hringið í  112.