PCR og hraðgreiningarpróf hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

PCR og hraðgreiningarpróf hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands

For English click here

Athugið: Lokað verður í sýnatökum á Akureyri á uppstigningardag, fimmtudaginn 26. maí. 

Frá og með 4. apríl verða PCR próf í boði hjá HSN á Akureyri og Húsavík, hraðgreiningarpróf verða í boði hjá starfsstöðvum HSN á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Sauðárkróki, Siglufirði og Þórshöfn. Nánari upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma má sjá í töflu hér fyrir neðan.

Fyrirkomulag PCR prófa og hraðprófa hjá HSN:

  1. Einkennasýnataka PCR próf eru á Akureyri og Húsavík.
  2. Hraðgreiningarpróf eru á Akureyri, Blönduósi, Dalvík, Sauðárkróki, Siglufirði og Þórshöfn
  3. Tímapantanir fyrir PCR próf og hraðgreiningarpróf fara fram í gegnum heilsuvera.is/
  4. Ferðamanna PCR próf eru í boði fyrir einkennalausa sem þurfa neikvæðar niðurstöður vegna ferðalaga erlendis á Akureyri og Reykjavík og eru pöntuð í gegnum travel.covid.is. Prófið kostar 7000 kr. Einnig er hægt að bóka próf á Húsavík í gegnum heilsuvera.is/
  5. Ferðamanna hraðgreiningapróf, fyrir fólk sem er að fara erlendis eða koma að utan eru á öllum meginstarfstöðvum og eru pöntuð í gegnum heilsuvera.is/
  6. Einkennasýnataka hjá heilsugæslu og heilbrigðisstofnunum verður áfram gjaldfrjáls skv. tilmælum sóttvarnarlæknis, sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.
  7. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan