Til hamingju með daginn ljósmæður!

Til hamingju með daginn ljósmæður!

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er í dag, 5. maí.

Hjá HSN starfa 13 ljósmæður, frá Blönduósi í vestri að Þórshöfn í austri.

Störf ljósmæðra krefjast mikillar sérþekkingar og ábyrgðar og sinna þær meðgönguvernd, ungbarnavernd og öðrum verkefnum.

Til gamans má minnast á að orðið ljósmóðir var kosið fegursta orð íslenskrar tungu fyrir nokkrum árum enda ber orðið gagnsæja og fallega merkingu.

Við óskum ljósmæðrum hjá HSN sem og á landinu öllu, til hamingju með daginn og þökkum fyrir þeirra ómissandi starf. 

Hér í hlekkjunum fyrir neðan má sjá kynningarmyndand um meðgöngu- og ungbarnavernd og upplýsingar um starfsemi á HSN.

Meðgönguvernd hjá HSN

Ung- og smábarnavernd hjá HSN