Uppfærðar sóttvarnarreglur hjá HSN 23. júní 2022.

Heilsugæsla

Grímuskylda er hjá skjólstæðingum með einkenni öndunarfærasýkinga eða grun um Covid.

Hvetjum eldri skjólstæðinga og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma að bera grímu við komu á heilsugæslu.

 

Sjúkra- og hjúkrunardeildir HSN:

  • Tveir gestir geta heimsótt hvern skjólstæðing á dag.
  • Heimsóknargestir þurfa að bera grímu.
  • Heimsóknargestir eru beðnir um að dvelja ekki í sameiginlegum rýmum.
  • Grímuskylda er hjá utanaðkomandi einstaklingum sem veita persónulega þjónusta við íbúa og dægrastyttingu (t.d. hársnyrtifólk, fótaaðgerðarfræðingar, hljóðfæraleikarar).
  • Heimsóknargestir skulu gæta vel að persónubundnum sóttvörnum og koma ekki í heimsókn ef þeir eru með einkenni sem gætu bent til Covid.

 

23.  júní 2022

Framkvæmdastjórn HSN og sóttvarnarlæknar