Fréttir

Hjúkrunarstýrðar bókanir innleiddar á heilsugæslunni á Akureyri

Nýju fyrirkomulagi ætlað að efla þjónustu við skjólstæðinga.
Lesa meira

Málþing um öldrunarmál í Háskólanum á Akureyri

„Er gott að eldast á Norðurlandi / Akureyri“ er yfirskrift málþings um öldrunarmál sem verður haldið í hátíðarsal Háskólans á Akureyri 10. október.
Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands rekin með 126 milljón króna afgangi 2018. Rekstur á áætlun.

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands (HSN) var haldinn í Hofi föstudaginn 20. september, 2019. Helstu niðurstöður rekstrarársins 2018 eru þær að stofnunin var rekin með 126 milljóna afgangi á árinu. Rekja má afganginn til sérstakrar aukafjárveitingar sem heilbrigðisstofnanir fengu á árinu 2018. Rekstur stofnunarinnar er fyrstu 8 mánuði ársins 2019 samkvæmt áætlun en stefnt er á að stofnunin verði rekinn með 30 milljóna halla á árinu 2019.
Lesa meira

Árleg bólusetning gegn inflúensu

Lesa meira

Ársfundur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Ársfundur HSN verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, föstudaginn 20. september kl. 14.
Lesa meira

Höfðingleg gjöf til Húsavíkur

Afrakstur nytjamarkaðar gefinn Styrktarfélagi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík
Lesa meira

Gjafir frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási

Mánudaginn 26. ágúst 2019 var formleg móttaka á höfðinglegum gjöfum sem HSN Sauðárkróki hefur fengið frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási á tímabilinu janúar til ágúst 2019. Heildarverð gjafanna er 10.717.099 m.vsk. Í stjórn Minningarsjóðsins eru þau Örn Ragnarsson formaður, Ásta Ólöf Jónsdóttir gjaldkeri og Elín H. Sæmundardóttir ritari. Auk þeirra mættu Engilráð M. Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri og Björg Baldursdóttir formaður Sambands Skagfirskra kvenna (SSK). Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd HSN.
Lesa meira

Framsýn gefur tvær milljónir til tækjakaupa

Framsýn stéttarfélag hefur ákveðið að færa Styrktarfélagi Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga á Húsavík tvær milljónir króna til tækjakaupa til minningar um Kristján Ásgeirsson fyrrverandi formann Verkalýðsfélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttarfélag.
Lesa meira

Hvetur nýútskrifaða lækna til að koma til starfa á landsbyggðinni

Skemmtilegt viðtal var við Unnstein Júlíusson yfirlækni hjá HSN á Húsavík í morgunútvarpi Rásar 2, mánudaginn 8. júlí þar sem hann fer yfir kosti þess að búa og starfa á landsbyggðinni.
Lesa meira

Gengið frá ráðningum í störf yfirhjúkrunarfræðinga svæðis og heilsugæslu á HSN Sauðárkróki

Störf yfirhjúkrunarfræðings svæðis og yfirhjúkrunarfræðings heilsugæslu á HSN Sauðárkróki voru auglýst laus til umsóknar þann 29. maí sl. Umsóknarfrestur rann út þann 20. júní sl.
Lesa meira