Heilbrigðisstofnun Norðurlands hlýtur jafnlaunavottun

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur í töluvert langan tíma unnið að því að hljóta jafnlaunavottun. Samkvæmt launastefnu og markmiðum HSN er stefnt að því að óútskýrður launamunur sé ekki meiri en 2%. Forúttekt vegna jafnlaunavottunar var framkvæmd í apríl 2020 af Vottun hf. og lokaúttekt var framkvæmd í ágúst 2020 af sama fyrirtæki.

Þann 23. desember sl. barst HSN staðfesting þess efnis að stofnunin væri nú með vottað jafnlaunakerfi og hefur nú hlotið heimild frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.