Tilslakanir á heimsóknartakmörkunum á hjúkrunar- og sjúkradeildum frá 18. maí

Leyfilegur fjöldi heimsókna verður aukinn í skrefum út maí og stefnt að enn frekari tilslökunum þann 2. júní nk. ef allt gengur vel.

Vikuna 18.-24. maí verða leyfðar tvær heimsóknir á hvern íbúa og vikuna 25. maí-1. júní verða leyfðar þrjár heimsóknir.

Tveggja metra nándarmörkum á milli íbúa og aðstandenda verður valkvæð frá og með deginum í dag og íbúum verður heimilt að fara í gönguferðir með sínum nánustu. Mörkin gilda áfram á milli gesta og annarra íbúa hjúkrunarheimilis. Áfram skal gæta að grundvallarsmitgát og gæta vel að handþvotti og sprittun handa.

Heimsóknir eru skipulagðar í samráði við deildarstjóra á hverri deild en ekki skal panta heimsóknartíma ef:

  1. Þú ert í sóttkví
  2. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Þú ert með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Nánara fyrirkomulag og upplýsingar varðandi heimsóknir má finna á undirsíðum starfsstöðva hér:

Blönduós

Sauðárkrókur

Fjallabyggð

Húsavík