Vel hefur gengið að bólusetja

Hólmfríður Nanna Franklínsdóttir, elsti íbúi á Norðurlandi fékk bólusetningu í gær, hún er 104 ára g…
Hólmfríður Nanna Franklínsdóttir, elsti íbúi á Norðurlandi fékk bólusetningu í gær, hún er 104 ára gömul.

Bólusetningar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands í þessari lotu klárast í dag. Allt hefur gengið vel og við hjá HSN erum ákaflega stolt af okkar fólki. Við þökkum gott samstarf við hjúkrunarheimilin, viðbragðsaðila og fleiri sem komu að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Hér fylgja með nokkrar myndir frá gærdeginum. 

Fyrsti íbúinn á Hlíð til að fá bóluefni

Hjúkrunarfræðingur á Dalvík

Fyrsti íbúinn á HSN Sauðárkróki til að fá bóluefni

Yfirlæknir á Húsavík fær bóluefni

Hjúkrunarfræðingur á Blönduósi