Fréttir

Á barnið þitt rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum?

Tannlækningar eru nú gjaldfrjálsar utan 2.500 kr. árlegs komugjalds fyrir eftirfarandi hópa: 3 ára börn, þ.e. frá 3 ára afmælisdegi að 4 ára afmælisdegi. • Börn á aldrinum 6 til og með 17 ára. • Börn í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Tilvísun þarf að berast tannlækni frá heilsugæslu, barnaverndar- eða félagsmálayfirvöldum og skilyrði að Sjúkratryggingar Íslands hafi samþykkt umsókn frá tannlækni á grundvelli tilvísunar
Lesa meira

HSN rekin með afgangi fyrstu 8 mánuði ársins.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands varð til við samruna sex heilbrigðisstofnana 1. október 2014 og er nú á sínu fyrsta starfsári. Rekstur stofnunarinnar hefur gengið vel fyrstu átta mánuði þessa árs og er stofnunin rekin með afgangi. Er það sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að samanlagður halli allra stofnanna sem sameinuðust í Heilbrigðisstofnun Norðurlands nam 79 milljónum á árinu 2014.
Lesa meira

Verkfall sjúkraliða og félagsmanna í SFR stéttarfélagi

Verkfall sjúkraliða í sjúkraliðafélagi Íslands og félagsmanna í SFR stéttarfélagi í almannaþjónustu hófst á miðnætti
Lesa meira

Yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrasviði á Húsavík

Kristín Thorberg hefur verið ráðin yfirhjúkrunarfræðingur á sjúkrasviði á Húsavík frá og með 1. des 2015.
Lesa meira

Nýtt vaktsímanúmer er 1700

Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur skrifað undir samning við Sjúkratryggingar Íslands um að sjá um símsvörun í vaktsímanúmerið 1700 á dagvinnutíma en það er Læknavaktin í Kópavogi sem svarar í númerið utan dagvinnutíma.
Lesa meira

Nýjir verkefnastjórar á HSN

Á dögunum voru ráðnir tveir nýjir verkefnastjórar til starfa á HSN Húsavík.
Lesa meira

Ný heilsugæslustöð rís í Mývatnssveit

Þann 27. júlí var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri heilsugæslustöð í Mývatnssveit sem áætlað er að taka í notkun í febrúar á næsta ári.
Lesa meira

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ráðið til sín tvo sérfræðinga í heimilislækningum

Nú í júlí réði HSN tvo nýja sérfræðinga í heimilislækningum á Heilsugæsluna á Akureyri (HAK), þær Björgu Ólafsdóttur og Sólveigu Pétursdóttur.
Lesa meira

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna 19. júní

Föstudaginn 19. júní næstkomandi er 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengi kvenna. Við hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands ætlum að halda upp á þessi merku tímamót í sögu réttindabaráttu kvenna með því að bjóða inniliggjandi sjúklingum og starfsfólki upp á hátíðarkaffi þennan dag.
Lesa meira

Verkfall hjúkrunarfræðinga - uppfært 1. júní 2015

Ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga hófst 27. maí. Áhrif ótímabundins verkfalls hjúkunarfræðinga á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands
Lesa meira