Gjöf frá Hollvinasamtökum HSN á Blönduósi

Gjöfin afhent. 
Frá vinstri: Kári Kárason, Sigurlaug Hermannsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Ragnhil…
Gjöfin afhent. Frá vinstri: Kári Kárason, Sigurlaug Hermannsdóttir, Guðmundur Finnbogason, Ragnhildur Helgadóttir, Helga Sigurjónsdóttir og Jóhann Guðmundsson. Mynd: Húnahornið

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi færðu Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi veglegar gjafir; Sara Stedy skutlu og tvær vökvadælur á hjúkrunardeildina. Er það von hollvinasamtakanna að búnaðurinn komi að góðum notum fyrir skjólstæðinga stofnunarinnar.Sara Stedy skutlan auðveldar fólki m.a. að standa upp úr rúmi og stól.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands þakkar góða gjöf og hlýhug.