Íbúafundur á Ólafsfirði um málefni sjúkraflutninga

Haldinn var íbúafundur í Ólafsfirði um málefni sjúkraflutninga í Fjallabyggð þann 7. mars s.l.
Haldinn var íbúafundur í Ólafsfirði um málefni sjúkraflutninga í Fjallabyggð þann 7. mars s.l.

Haldinn var íbúafundur á Ólafsfirði um málefni sjúkraflutninga í Fjallabyggð þann 7. mars síðastliðinn.
Stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Norðurlands fóru þar yfir ástæður þess að sjúkraflutningavakt var lögð niður í Ólafsfirði síðastliðið sumar. Breytingar á samgöngum og auknar kröfur um menntun og þjálfun sjúkraflutningamanna veldur því að HSN telur ekki skynsamlegt að halda úti þremur tvöföldum vöktum sjúkraflutninga á Dalvík og í Fjallabyggð.

Margir tóku til máls og gagnrýndu þessa ákvörðun harðlega. Fram kom í máli fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins að heilbrigðisráðherra hyggðist ekki skipta sér af þessari ákvörðun. Ákvörðunin væri í samræmi við stefnumörkun ráðuneytisins og byggð á málefnalegum rökum.