Fyrirlestrar á læknadögum

Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir HSN á Húsavík og Jón Erling Stefánsson læknanemi fluttu fyrirlestur um …
Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir HSN á Húsavík og Jón Erling Stefánsson læknanemi fluttu fyrirlestur um ristilskimun og rannsóknarniðurstöður á læknadögum.

Á nýliðnum Læknadögum sögðu þeir Ásgeir Böðvarsson yfirlæknir HSN á Húsavík og Jón Erling Stefánsson læknanemi frá rannsóknarniðurstöðum og reynslu af ristilskimun 55 ára einstaklinga á Húsavík og Sauðárkróki. Vöktu fyrirlestrar þeirra athygli og áhuga fundarmanna og urðu nokkrar umræður á eftir um efnið og almennt um skimanir fyrir ristilkrabbameini.

Markviss skimun fyrir ristikrabbameini hófst á Húsavík árið 2012 og skömmu síðar einnig á Sauðárkróki og hafa þessar forvarnaraðgerðir þegar sannað gildi sitt.