Gjafir á sjúkradeild HSN á Blönduósi

Hlýju ullarteppin munu koma sér vel í útiveru íbúa á sjúkradeildinni.
Hlýju ullarteppin munu koma sér vel í útiveru íbúa á sjúkradeildinni.

Sjúkradeild HSN á Blönduósi fékk nýverið góðar og nytsamar gjafir frá velunnurum.
Kvenfélag Bólstaðahlíðarhrepps gaf tvö útvörp með geislaspilara og frá Ístex bárust sjö ullarteppi, sem munu koma að góðum notum í sumar við útiveru íbúa. HSN kann þeim bestu þakkir fyrir gjafir og hlýhug.

Þorbjörg Bjarnadóttir og Helga M. Sigurjónsdóttir taka við gjöfinni frá Kvenfélagi Bólstaðahlíðarhrepps.