Gjafir frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási

Mánudaginn 26. ágúst 2019 var formleg móttaka á höfðinglegum gjöfum sem HSN Sauðárkróki hefur fengið frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási á tímabilinu janúar til ágúst 2019. Heildarverð  gjafanna er 10.717.099  m.vsk.

 Í stjórn Minningarsjóðsins eru þau Örn Ragnarsson formaður, Ásta Ólöf Jónsdóttir gjaldkeri og Elín H. Sæmundardóttir ritari. Auk þeirra mættu Engilráð M. Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri og Björg Baldursdóttir formaður Sambands Skagfirskra kvenna (SSK). Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd HSN.

Minningarsjóður frú Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási var stofnaður 7. júlí 1969 en þá voru liðin 100 ár frá stofnun fyrsta kvenfélagsins í Skagafirði. Sjóðurinn er því 50 ára í ár.

Í staðfestri skipulagsskrá sjóðsins frá 30. júlí 1970 segir í 3. grein að tilgangur sjóðsins sé að styrkja Héraðssjúkrahúsið á Sauðárkróki og ellideild þess eða elliheimili til kaupa á lækningatækjum eða öðru því sem stjórn sjóðsins telur mesta nauðsyn á á hverjum tíma. Óheimilt er að nota féð til rekstrar þessara stofnana.

Í 5. grein segir  meðal annars að sjóðurinn veiti viðtöku minningargjöfum og öðrum gjöfum.

Blóma og gjafabúðin Sauðárkróki er með minningarkort sjóðsins til sölu og einnig er hægt að kaupa minningarkort í afgreiðslu HSN á Sauðárkóki á virkum dögum.

Í janúar  gaf sjóðurinn hjúkrunardeildum HSN Sauðárkróki tvær Sara Steady skutlur, heildarverð gjafar 446.400 m.vsk.

Í febrúar gaf sjóðurinn sjúkra- og hjúkrunardeildum þrjár súrefnissíur af gerðinni Resp Everflo. Heildarverð gjafar 462.024 m.vsk

Í mars gaf sjóðurinn heilsugæslusviði skáp fyrir hjúkrunar- og læknavörur að verðmæti 376.568 m.vsk og sjúkradeild stafræna stólvog að verðmæti 242.178 m. vsk.

Í apríl gaf sjóðurinn tvö hjúkrunarrúm með fylgihlutum á hjúkrunardeild. Heildarverð gjafar 809.000 m.vsk.  og Keisi blóðtökuvagn með fylgihlutum á rannsóknarstofu. Heildarverð gjafar 434.294 m. vsk

Í júní gaf sjóðurinn sjúklingamónitor með fylgihlutum á sjúkradeild. Heildarverð gjafar 3.742.753 m. vsk. Í ágúst bættust við tvær telemetríur ásamt fylgihlutum . Heildarverð 4.198.882,00 m.vsk.