Góð gjöf til ungbarnaverndar á heilsugæslunni á Akureyri

Jóhannes Ófeigsson afhendir Höllu Hersteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður, gjafabréfið fyrir…
Jóhannes Ófeigsson afhendir Höllu Hersteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður, gjafabréfið fyrir hönd Oddfellowstúkunnar Sjafnar.

Ungbarnavernd heilsugæslunnar á Akureyri var færð góð gjöf í vikunni frá Oddfellowstúkunni Sjöfn.
Jóhannes Ófeigsson afhenti gjöfina og Halla Hersteinsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir í ungbarnavernd HAK veitti gjöfinni móttöku, gjafabréfi að fjárhæð kr. 200.000, sem nýta skal til kaupa á ungbarnavigt.
Sjafnarmönnum er þakkað kærlega fyrir höfðinglega gjöf.